R-listaflokkar leita allra leiða 14. ágúst 2005 00:01 R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
R-listafólk leitar allra leiða til að viðhalda samstarfi um stjórn borgarinnar. Klofningur er í röðum Vinstri-grænna; borgarfulltrúar vilja halda samstarfinu áfram en óvíst er hvort flokksstjórnin samþykkir það. Frjálslyndir útiloka ekki að koma að samstarfinu. Björk Vilhelmsdóttir lýsir skoðunum sínum í Morgunblaðinu í dag og fer ekki á milli mála að hún telur R-listann einu leiðina til að koma sjónarmiðum og stefnumálum Vinstri-grænna á framfæri. Hún telur að samstarf Samfylkingar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til; líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við Vinstri-grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Og Björk segir tvo borgarfulltrúa auk formennsku í nefndum sem skipta Vinstri-græna máli ætti að tryggja flokknum þá sérstöðu sem flestir vilji sjá. Árni Þór Sigurðsson, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Í samtali við fréttastofuna sagði hann ekki telja R-listann einu leiðina í lífinu, án þess að hann væri beinlínis mótfallinn listanum. Það væri veruleg einföldun að láta sem kostirnir væru áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Það væri ekkert því til fyrirstöðu að flokkarnir mynduðu meirihluta eftir kosningar þó að þeri biðu ekki sameiginlega fram. Ljóst er að margir vöknuðu upp við vondan draum á fimmtudaginn var, þegar virtist sem R-listinn væri endanlega dauður. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Frjálslyndir verið nefndir sem hugsanleg viðbót við R-listann í stað vinstri grænna. Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, sagði rétt fyrir fréttir að engar viðræður hefðu farið fram þess efnis, en hún vildi ekki útiloka neitt. Hugsanlegt samstarf færi eftir því á hvaða forsendum það ætti að vera, en fyrst yrði þó að leiða mál núverandi R-lista flokka til lykta. Frjálslyndir stefndu annars ótrauðir að sérframboði og vildu fá tvo borgarfulltrúa. Björk Vilhelmsdóttir bindur vonir við að flokksmenn láti til sín taka á flokksráðsfundi annað kvöld og að þar verði endanlega ákveðið að vera með í R-lista framboði. Heimildir fréttastofunnar herma að öðrum kosti sé hópur innan vinstri grænna reiðubúinn að kljúfa sig út úr flokknum og ganga til samstarfs við Samfylkingu og Framsókn í R-listanum. Árni Þór Sigurðsson er ekki innan þessa hóps og segir ekki ætla að segja sig úr flokknum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira