Samstarf þrátt fyrir sérframboð? 15. ágúst 2005 00:01 Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum þótt þeir bjóði fram sjálfstætt. Forsvarsmenn Vinstri - grænna halda fund um framtíð R-listans klukkan átta í kvöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ekki bjartsýn á að R-listinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún telur að það séu meiri líkur en minni á því að svo verði ekki eftir að hafa rætt við fólk um helgina. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir samstarf flokkanna fjarri því að vera lokið en segir þó vel koma til greina að þeir bjóði fram sjálfstætt í næstu borgarstjórnarkosningum. Árni segir enn fremur að verði það niðurstaðan verði svo að vera en það þýði ekki að menn geti ekki starfað saman því það sé ekki málefnaágreiningur sem valdi því hugsanlega að menn bjóði fram hver í sínu lagi. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, telur að samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til. Líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við vinstri - grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Árni Þór, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Hann segir það verulega einföldun að láta sem kostirnir séu aðeins áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Hann viðurkennir þó ekki að erfiðleikar séu innan Vinstri - grænna. Árni vildi engu svara um hver niðurstaðan yrði. Ingibjörg Sólrún segir líkt og Árni grundvöll vera fyrir áframhaldandi samstarfi eftir kosningar þótt R-listinn deyi drottni sínum. Ef það sé einlægur vilji og ásetningur fólks að vinna saman sé að sjálfsögðu alltaf grundvöllur til samstarfs. Það verði enginn barinn til ásta en hins vegar hafi hagkvæmnishjónabönd oft reynst vel. Fundur Vinstri - grænna verður haldinn að Vesturgötu 7 í Reykjavík klukkan átta í kvöld en hvort niðurstaða fáist í málið er ekki gott að segja til um. Með hverjum degi sem líður án þess að málið sé útkljáð minnka líkurnar á sameiginlegu framboði R-listaflokkanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar óttast að R-listinn sé í dauðateygjunum. Hún telur samt að flokkarnir, sem að honum standa, vilji taka upp samstarf að loknum borgarstjórnarkosningum þótt þeir bjóði fram sjálfstætt. Forsvarsmenn Vinstri - grænna halda fund um framtíð R-listans klukkan átta í kvöld. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er ekki bjartsýn á að R-listinn bjóði fram í næstu borgarstjórnarkosningum. Hún telur að það séu meiri líkur en minni á því að svo verði ekki eftir að hafa rætt við fólk um helgina. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir samstarf flokkanna fjarri því að vera lokið en segir þó vel koma til greina að þeir bjóði fram sjálfstætt í næstu borgarstjórnarkosningum. Árni segir enn fremur að verði það niðurstaðan verði svo að vera en það þýði ekki að menn geti ekki starfað saman því það sé ekki málefnaágreiningur sem valdi því hugsanlega að menn bjóði fram hver í sínu lagi. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, telur að samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknar sé útilokað að loknum kosningum verði enginn R-listi til. Líklegra sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn taki saman. Það blasi því við vinstri - grænum að sitja áhrifalausir í stjórnarandstöðu náist ekki samkomulag um áframhald R-listans. Árni Þór, flokksbróðir Bjarkar, er henni ósammála. Hann segir það verulega einföldun að láta sem kostirnir séu aðeins áframhaldandi R-listasamstarf eða stjórnarandstaða. Hann viðurkennir þó ekki að erfiðleikar séu innan Vinstri - grænna. Árni vildi engu svara um hver niðurstaðan yrði. Ingibjörg Sólrún segir líkt og Árni grundvöll vera fyrir áframhaldandi samstarfi eftir kosningar þótt R-listinn deyi drottni sínum. Ef það sé einlægur vilji og ásetningur fólks að vinna saman sé að sjálfsögðu alltaf grundvöllur til samstarfs. Það verði enginn barinn til ásta en hins vegar hafi hagkvæmnishjónabönd oft reynst vel. Fundur Vinstri - grænna verður haldinn að Vesturgötu 7 í Reykjavík klukkan átta í kvöld en hvort niðurstaða fáist í málið er ekki gott að segja til um. Með hverjum degi sem líður án þess að málið sé útkljáð minnka líkurnar á sameiginlegu framboði R-listaflokkanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira