Útiloka ekki samstarf í borginni 16. ágúst 2005 00:01 R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. Tvær tillögur voru bornar upp á fundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Önnur frá stjórninni þar sem lagt var til að flokkurinn myndi bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Sú tillaga hlaut um 70 prósent atkvæða. Hin tillagan kom frá Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa sem vildi að flokkurinn héldi R-listasamstarfinu áfram. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, sem studdi tillögu stjórnarinna, segir niðurstöðuna afdráttarlausa. Það hafi verið mat manna að lengra yrði ekki komist í viðræðum við samstarfsflokkana innan R-listans. Þetta sé ekki einföld ákvörðun og mörgum erfið, ekki síst þeim sem hafi starfað á vettvangi Reykjavíkurlistans lengi. Aðspuður hvort hann telji möguleika á því að flokkarnir taki aftur upp samstarf eftir næstu kosningar segir Árni að vinstri - grænir gangi að sjálfsögðu til leiks með það markmið að áfram verði félagshyggjustjórn við völd í Reykjavík. Vinstri - grænir séu að sjálfsögðu reiðubúnir og stefni að því að vinna með þeim flokkum sem unnið hafi verið með til þessa. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar ekki samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins þrátt fyrir niðurstöðu Vinstri - grænna í gær. Aðspurð hvernig samstarf það yrði segir Steinunn að það sé svo stutt frá tilkynningu vinstri - gænna að hún sé ekki tilbúin að tjá sig um það nákvæmlega á þessari stundu en það séu allir möguleikar opnir. Henni finnist það skipta miklu máli að virkja þann kraft sem sé í stuðningsfólki Reykjavíkurlistans sem hafi alltaf fylkt sér á bak við hugmyndina um sameinað afl félagshyggjuaflanna í borginni. Spurð hvort hún telji að sjálfstæðismenn eigi meiri möguleika á að ná völdum eftir að vinstri - grænir hafi ákveðið að vera ekki með segir Steinunn að hún skuli ekkert um það segja. Henni heyrist vera vandræðagangur í herbúðum þeirra varðandi það hver eigi að leiða listann. Þar séu margir kallaðir en ekki ljóst hver niðurstaðan verði. Það skýrist á næstu vikum og mánuðum hvernig hið pólitíska landslag í borginnni verði en það sé ljóst að horft sé fram á töluvert breytta tíma. Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarrráðs, tekur í sama streng. Hann segir möguleika á samstarfi í borginni í annarri mynd en verið hafi og það verði skoðað á næstunni. Spurður um hvernig samstarf yrði að ræða segir Alfreð að hann viti að bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafi áhuga á að skoða þann möguleika að bjóða saman fram ásamt óháðum og kannski komi hluti vinstri - grænna til liðs við slíkan lista ef af verði. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir hins vegar að enginn R-listi verði búinn til án þátttöku Vinstri - grænna. Hún segist telja að vonbrigðin séu mest meðal borgarbúa sem vissulega hafi stutt Reykjavíkurlistann og hafi vilja hafa félagshyggjuna við völd og þeir eigi það svo sannarlega skilið að svo verði áfram. Björk segir að fólk muni að sjálfsögðu ræða saman en það verði ekki Reykjavíkurlisti þegar vinstri - grænir hafi farið úr honum. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, syrgir ekki endalok R-listans. Hann segir að um þau megi segja að þetta hafi verið góður endir á vondum ferli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. Tvær tillögur voru bornar upp á fundi Vinstri - grænna í Reykjavík. Önnur frá stjórninni þar sem lagt var til að flokkurinn myndi bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum. Sú tillaga hlaut um 70 prósent atkvæða. Hin tillagan kom frá Björk Vilhelmsdóttur borgarfulltrúa sem vildi að flokkurinn héldi R-listasamstarfinu áfram. Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, sem studdi tillögu stjórnarinna, segir niðurstöðuna afdráttarlausa. Það hafi verið mat manna að lengra yrði ekki komist í viðræðum við samstarfsflokkana innan R-listans. Þetta sé ekki einföld ákvörðun og mörgum erfið, ekki síst þeim sem hafi starfað á vettvangi Reykjavíkurlistans lengi. Aðspuður hvort hann telji möguleika á því að flokkarnir taki aftur upp samstarf eftir næstu kosningar segir Árni að vinstri - grænir gangi að sjálfsögðu til leiks með það markmið að áfram verði félagshyggjustjórn við völd í Reykjavík. Vinstri - grænir séu að sjálfsögðu reiðubúnir og stefni að því að vinna með þeim flokkum sem unnið hafi verið með til þessa. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar ekki samstarf Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins þrátt fyrir niðurstöðu Vinstri - grænna í gær. Aðspurð hvernig samstarf það yrði segir Steinunn að það sé svo stutt frá tilkynningu vinstri - gænna að hún sé ekki tilbúin að tjá sig um það nákvæmlega á þessari stundu en það séu allir möguleikar opnir. Henni finnist það skipta miklu máli að virkja þann kraft sem sé í stuðningsfólki Reykjavíkurlistans sem hafi alltaf fylkt sér á bak við hugmyndina um sameinað afl félagshyggjuaflanna í borginni. Spurð hvort hún telji að sjálfstæðismenn eigi meiri möguleika á að ná völdum eftir að vinstri - grænir hafi ákveðið að vera ekki með segir Steinunn að hún skuli ekkert um það segja. Henni heyrist vera vandræðagangur í herbúðum þeirra varðandi það hver eigi að leiða listann. Þar séu margir kallaðir en ekki ljóst hver niðurstaðan verði. Það skýrist á næstu vikum og mánuðum hvernig hið pólitíska landslag í borginnni verði en það sé ljóst að horft sé fram á töluvert breytta tíma. Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarrráðs, tekur í sama streng. Hann segir möguleika á samstarfi í borginni í annarri mynd en verið hafi og það verði skoðað á næstunni. Spurður um hvernig samstarf yrði að ræða segir Alfreð að hann viti að bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin hafi áhuga á að skoða þann möguleika að bjóða saman fram ásamt óháðum og kannski komi hluti vinstri - grænna til liðs við slíkan lista ef af verði. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir hins vegar að enginn R-listi verði búinn til án þátttöku Vinstri - grænna. Hún segist telja að vonbrigðin séu mest meðal borgarbúa sem vissulega hafi stutt Reykjavíkurlistann og hafi vilja hafa félagshyggjuna við völd og þeir eigi það svo sannarlega skilið að svo verði áfram. Björk segir að fólk muni að sjálfsögðu ræða saman en það verði ekki Reykjavíkurlisti þegar vinstri - grænir hafi farið úr honum. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri, syrgir ekki endalok R-listans. Hann segir að um þau megi segja að þetta hafi verið góður endir á vondum ferli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira