Innlent

Vilja efla umhverfisvæna tækni

Norrænu ríkin hyggjast efla samvinnu um að styðja þróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu þetta á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Áhersla verður meðal annars lögð á tækni sem miðar að því að draga úr mengun frá skipum, auka orkunýtni í byggingum og minnka neikvæð umhverfisáhrif landbúnaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×