Innlent

Samfylkingin fram með opinn faðm

Tillaga um að Samfylkingin hefji nú þegar undirbúning að framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar undir eigin merkjum en með opinn faðm verður borin undir fulltrúaráðsfund flokksins í kvöld. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það betri kost heldur en að búa til nýtt kosningabandalag undir merkjum R-listans. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík kemur saman í kvöld til að ræða stöðuna í Reykjavíkurlistasamstarfinu. Líklegt þykir að fundurinn afgreiði tillögu um að bjóða fram í eigin nafni, en Stefán Jón er meðal þeirra sem það vilja. Hann segir að nú stefni í að bjóða fram undir eigin merkjum með opinn faðminn til allra þeirra sem stutt hafa Reykjavíkurlistann hingað til. Hann sagði alls óljóst hvað veturinn ber í skauti sínu væri annað mál en hann sagðist ekki vilja útiloka neitt í samstarfsmálum. Eftir að félagsfundur Vinstri grænna samþykkti framboð undir eigin merkjum í fyrrrakvöld hefur sú hugmynd verið viðruð að hinir aðilar R-lista samstarfsins haldi ótrauðir áfram og fái jafnvel Frjálslynda flokkinn og óháða sem og hluta vinstri grænna með í nýjan R-lista. Stefan Jón sagði að það væri miklm meira umhendis að búa til nýtt kosningabandalag heldur en þetta sem nú er að liðast í sundur, þar sem komin var hefð og reynsla fyrir því. Að ætla núna af stað með nýtt bandalag kosti meiri vinnu en að setjast niður í sjónvarpssal. Hann reiknar með að Samfylkingin fari að undirbúa sig fyrir kosningar. Hann benti á að heilir níu mánuðir væru til kosninga og að tíminn væri því nægur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×