Innlent

Ófagleg vinnubrögð hjá Framsókn

Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi túlkar uppákomuna í borgarráði í hádeginu í gær sér í hag. Hann segir þetta þó ekki fagleg vinnubrögð hjá framsóknarmönnum. Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætt yrði við umdeilda hækkun leikskólagjalda, sem flokksbróðir Alfreðs hafði upphaflega mælt fyrir og Stefán Jón staðið í að verja. Alfreð Þorsteinsson lagði til í borgarráði í gær að fallið yrði frá fyrirhugaðri breytingu á gjaldskrá leikskólanna, en Stefán Jón var þá nýstiginn af fundi með fulltrúum háskólanema. Elías Guðjónsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, sagði skilaboðin eftir fundinn nánast óbreytt. Í upphafi var sagt að þessu yrði ekki breytt og hann teldi engar forsendur nú fyrir að draga þess ákörðun til baka. Spurður að því hvort að honum fyndist vera komið aftan að sér sagði Stefán Jón Hafstein, formaður Menntaráðs Reykjavíkurborgar, að það væri vandfundinn sá formaður sem ekki þakkaði fyrir meira fé í sinn málaflokk. En hann sagði að þó að tekinn væri tími í að skoða breytingar síðan ákvörðun var tekin þá er ágætt að það hafi gerst. Hann sagði vinnubrögðin vera óvenjuleg en benti á að þetta væri jákvætt fyrir hann og styrkti hann í starfi. Spurður að því hvort ekki væri óþægilegt að verja ákvörðun og nýja stefnu fyrir hádegi sagði hann að ekki væri komin ný stefna eða ákvörðun, heldur ný tillaga. Hann benti jafnframt á að hann hefði sýnt fyrrverandi formanni leikskólaráðs hollustus og talað fyrir vissum breytingum og ef menn vilja endurskoða málið þá er hann til í það.    Stefán Jón sagði að sér fyndist vinnubrögðin ófagleg en að þau styrktu hann engu að síður



Fleiri fréttir

Sjá meira


×