Innlent

Hafna tillögu um Löngusker

Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík hafna því sem þeir kalla málamiðlunartillögu um að færa Reykjavíkurflugvöll út á Löngusker í Skerjafirði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið hefur sent frá sér vegna umræðu um hugsanlegan flutning flugvallarins úr Vatnsmýrinni. Ungir jafnaðarmenn árétta fyrri afstöðu sína um að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni hið fyrsta og að innanlandsflugi verði komið fyrir í Keflavík. Vatnsmýrin sé gríðarlega verðmæt fyrir framtíðarþróun borgarinnar en þar sé hægt að koma fyrir mörg þúsund manna íbúðabyggð ásamt ýmiss konar atvinnustarfssemi á svæðinu sem nú sé undirlagt af flugvellinum. Þá krefjast ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Samfylkingin bjóði upp á skýran valkost í skipulagsmálum og í málefnum Vatnsmýrarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum og vilja að brottför flugvallarins úr Vatnsmýrinniverði verði eitt helsta kosningaloforð Samfylkingarinnar í kosningunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×