Innlent

Bræðravíg í Sjálfstæðisflokknum

Össur Skarphéðinsson segir að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksins, geri atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, oddvita flokksins í borgarstjórn. Þeir vilji fá Gísla Martein Baldursson í fyrsta sætið. Þeir Viljálmur og Össur ræddust við í Ísland í bítið, og fór vel á með þeim. Þeir tókust þá á um vandræðagang R-listans, sem Össur taldi ekki mikinn móts við það sem gengi á í Sjálfstæðisflokknum. Össur sagði að Vilhjálmur stæði frammi fyrir því að verið væri að gera harða atlögu gegn honum, atlögu sem væri stýrt af mönnum eins og Hannesi Hólmstieni sem hann sagði vera beintengdan inn í Valhöll. Hann sagði einnig að verið væri að setja ungan sjónvarpsmann gegn Vilhjálmi. Hann sagði að það hlyti að vera vegna þess að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksin telji að forystan hafi ekki verið nógu góð. Hann sagði að umtal um upplausnina í Samfylkingunni væri ákveðin hliðstæða við það kallaði hann ástandið í Sjálfstæðisflokknum bræðravíg og sagði þau sýnileg í Sjálfstæðisflokknum hjá drengjum sem Hannes Hólsteinn sendir fram. Ekki vildi Vilhjálmur kannast við að vegið væri að sér innan flokksins. Ef einhverjir teldu einhvern annan betur fallinn til forystu væri það þeirra lýðræðislegi réttur, og ekkert við því að segja. Vilhjálmur benti á að ennþá hefði enginn tilkynnt um framboð gegn sér, í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×