Engin aðför gegn Vilhjálmi 22. ágúst 2005 00:01 Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fullyrðir að valdamiklir menn geri harða atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Atlögu sem beinist að því að koma ungum sjónvarpsmanni fram fyrir Vilhjálm. Sjónvarpsmaðurinn ungi, Gísli Marteinn Baldursson, segir þetta alrangt. Þeir Vilhjálmur og Össur ræddust við í Ísland í bítið og tókust á um vandræðagang R-listans og það sem Vilhjálmur kallar upplausn innan Samfylkingarinnar. Össur sagði það ekki mikið til móts við það sem gengi á í Sjálfstæðisflokknum. Össur sagði að Vilhjálmur stæði frammi fyrir því að verið væri að gera harða atlögu gegn honum, atlögu sem væri stýrt af mönnum eins og Hannesi Hólmstieni sem hann sagði vera beintengdan inn í Valhöll. Hann sagði einnig að verið væri að setja ungan sjónvarpsmann gegn Vilhjálmi. Hann sagði að það hlyti að vera vegna þess að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksin telji að forystan hafi ekki verið nógu góð. Hann sagði að umtal um upplausnina í Samfylkingunni væri ákveðin hliðstæða við það kallaði hann ástandið í Sjálfstæðisflokknum bræðravíg og sagði þau sýnileg í Sjálfstæðisflokknum hjá drengjum sem Hannes Hólsteinn sendir fram. Vilhjálmur gerði ekki mikið úr því sem Össur kallaði atlögu. Sagði átök verða í aðdraganda kosninga, prófkjör ætti eftir að fara fram og ef menn teldu einhvern annan betur fallinn til forystu væri ekkert við því að segja. Gísli Marteinn vill lítið kannast við það að hafa setið á rökstólum með valdamiklum mönnum innan Sjálfstæðisflokksins og bruggað Vilhjálmi launráð. Gísli Marteinn sagðist hafa farið um borgina síðustu daga og vikur og rætt við fólk, en þó aðallega í grasrótinni og þá bæði Sjálfstæðismenn og aðra góða borgara. Hann sagðist ekki hafa lagt sig sérstaklega eftir því að tala við forystuna. Hann sagði að ef Össur héldi því fram að forystan væri sérstaklega að klappa hann upp þá væri það alrangt. Gísli Marteinn hefur enn ekki tilkynnt um framboð í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn og vill ekkert gefa upp um það hvort hann renni hýru auga þangað. Gísli Marteinn sagðist eingöngu hafa verið að kanna hvernig landið liggur og tala við Sjálftæðisfólk og ýmislegt annað. Hann sagðist taka þátt í prófkjörinu og svo væri bara að bíða og sjá á hvaða sæti hann stefnir þar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, fullyrðir að valdamiklir menn geri harða atlögu að Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Atlögu sem beinist að því að koma ungum sjónvarpsmanni fram fyrir Vilhjálm. Sjónvarpsmaðurinn ungi, Gísli Marteinn Baldursson, segir þetta alrangt. Þeir Vilhjálmur og Össur ræddust við í Ísland í bítið og tókust á um vandræðagang R-listans og það sem Vilhjálmur kallar upplausn innan Samfylkingarinnar. Össur sagði það ekki mikið til móts við það sem gengi á í Sjálfstæðisflokknum. Össur sagði að Vilhjálmur stæði frammi fyrir því að verið væri að gera harða atlögu gegn honum, atlögu sem væri stýrt af mönnum eins og Hannesi Hólmstieni sem hann sagði vera beintengdan inn í Valhöll. Hann sagði einnig að verið væri að setja ungan sjónvarpsmann gegn Vilhjálmi. Hann sagði að það hlyti að vera vegna þess að valdamiklir menn innan Sjálfstæðisflokksin telji að forystan hafi ekki verið nógu góð. Hann sagði að umtal um upplausnina í Samfylkingunni væri ákveðin hliðstæða við það kallaði hann ástandið í Sjálfstæðisflokknum bræðravíg og sagði þau sýnileg í Sjálfstæðisflokknum hjá drengjum sem Hannes Hólsteinn sendir fram. Vilhjálmur gerði ekki mikið úr því sem Össur kallaði atlögu. Sagði átök verða í aðdraganda kosninga, prófkjör ætti eftir að fara fram og ef menn teldu einhvern annan betur fallinn til forystu væri ekkert við því að segja. Gísli Marteinn vill lítið kannast við það að hafa setið á rökstólum með valdamiklum mönnum innan Sjálfstæðisflokksins og bruggað Vilhjálmi launráð. Gísli Marteinn sagðist hafa farið um borgina síðustu daga og vikur og rætt við fólk, en þó aðallega í grasrótinni og þá bæði Sjálfstæðismenn og aðra góða borgara. Hann sagðist ekki hafa lagt sig sérstaklega eftir því að tala við forystuna. Hann sagði að ef Össur héldi því fram að forystan væri sérstaklega að klappa hann upp þá væri það alrangt. Gísli Marteinn hefur enn ekki tilkynnt um framboð í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn og vill ekkert gefa upp um það hvort hann renni hýru auga þangað. Gísli Marteinn sagðist eingöngu hafa verið að kanna hvernig landið liggur og tala við Sjálftæðisfólk og ýmislegt annað. Hann sagðist taka þátt í prófkjörinu og svo væri bara að bíða og sjá á hvaða sæti hann stefnir þar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira