Innlent

Vill auka samvinnu þjóðanna

Vakslav Klaus, forseti Tékklands, segir Ísland og Tékkland eiga margt sameiginlegt og vonast til að efnahagsleg og pólitísk samskipti ríkjanna verði aukin í framtíðinni. Opinber heimsókn hans hingað til lands hófst í dag. Þetta er fyrsta opinbera heimsókn forseta Tékklands til Íslands, en með honum í för er eiginkona hans, auk aðstoðarutanríkisráðherra landsins og annarra embættismanna. Forsetinn ræddi við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og lögðu þeir áherslu á gott samstarf og vináttu ríkjanna. Þeir ræddu Evrópumál og málefni Nató og sagði forseti Tékklands að innganga landsins í Evrópusambandið í fyrra hefði verið gríðarlega mikilvæg. Hann benti á að Tékkland og Ísland ættu það sameiginlegt að vera smáríki, sem hefðu þurft að berjast fyrir sjálfstæði sínu og taldi mikla möguleika á að auka samstarf ríkjanna. Hann sagði jafnframt að tleja að efnahagsleg tengsl verði að vaxa, ekki eingöngu á sviði viðskipta heldur einnig, eins og forsetinn nefndi, á sviði fjárfestinga. Auk þess sagðist hann hafa áhuga á pólitískum samskiptum og samvinnu. Hann benti á að hlutverk smærri landa hefði undanfarið farið vaxandi. Hann sagði nauðsynlegt að ræða þessi mál og hann sagði að löndin gætu átt samvinnu hjá alþjóðastofnunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×