Innlent

Forsetinn kynnti sér orkusöguna

Václav Klaus, forseti Tékklands, byrjar daginn í dag á því að funda með Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra áður en haldið verður til Nesjavallavirkjunar og Þingvalla klukkan tíu.  Opinber heimsókn Klaus og eiginkonu hans, frú Liviu Klausová, hófst í gærmorgun með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum. Í gær ræddi Klaus við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, átti fund með Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, og kynnti sér áfanga í orkusögu þjóðarinnar auk hugmynda um nýtingu vetnis á fundi í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×