Innlent

Borgin tryggi starfsfólk í umönnun

Stjórn Vinstri - grænna í Reykjavík skorar á borgaryfirvöld að meta umönnunarstörf í verki og tryggja að starfsfólk fáist til þeirra starfa. Lýsa vinstri - grænir yfir áhyggjum af ástandi sem skapast hefur á frístundarheimilum og leikskólum borgarinnar vegna manneklu. Segir félagið mikilvægt markmið að bjóða öllum börnum frá 18 mánaða aldri öruggt pláss á leikskóla og 6-9 ára börnum upp á faglegt starf í frítímum sem viðbót við hefðbundinn skóladag. Má ætla að með þessari áskorun sé flokkurinn að skora á sjálfan sig en hann er einn af aðildarflokkum R-listans sem hefur meirihluta í borgarstjórn. Af átta borgarfulltrúum R-listans eru tveir úr röðum vinstri - grænna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×