Innlent

Svarar Campbell vegna hvalveiða

Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur sent Ian Campell, umhverfisráðherra Ástralíu, bréf þar sem hann fræðir hann um nokkrar staðreyndir hrefnuveiða. Ástæðan er bréf sem Campell sendi Árna þar sem hann hnýtti í vísindaveiðar Íslendinga og sagði þær óþarfar. Í svarbréfinu upplýsir Árni Campell um stofnstærð hrefnunnar hér við land og bendir á að veiðarnar hafi engin áhrif þar á. Eins talar hann um að hrefnurnar séu drepnar á eins mannúlegan hátt og hægt er og að veiðarnar gefi mikilvægar upplýsingar. Í lok bréfsins er umhverfisráðherran ástralski svo minntur á kengúruveiðar og veiðar á villtum kameldýrum sem eiga sér stað í heimalandi hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×