Innlent

Mest útgjöld til félagsmála

MYND/Vísir
Útgjöld til félagsmála vega þyngst í útgjöldum ríkissjóðs og hefur hlutfall þeirra aukist um þrjú prósent síðustu fimm árin eða úr 62,1 prósenti í 65,1 prósent og eru því nálægt tveimur þriðju af heildarútgjöldum. Þetta kemur fram í vefriti fjármálaráðuneytisins. Skoðuð var fimm ára þróun útgjalda ríkissjóðs, frá árinu 1999 til og með árinu 2003. Helstu undirflokkar félagsmála eru heilbrigðismál og héldust útgjöld þar stöðug í 26 til 27 prósentum af heildinni. Þá hafa almannatryggingar hækkað úr rúmlega 18 prósentum í 21 prósent á tímabilinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×