Innlent

Vilja áfram flug til Narsarsuaq

Vestnorræna ráðið hvetur ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að tryggja nú þegar að nýr samningur verði gerður um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur. Ráðið leggur jafnframt til að samningur um flugsamgöngur milli Narsarsuaq og Reykjavíkur verði gerður til fleiri ára, en núverandi samkomulag milli Grænlands og Íslands rennur út þann 31. desember 2005. Vestnorræna ráðið sendi frá sér yfirlýsingu um þetta eftir ársfundinn sem haldinn var á Ísafirði dagana 22. til 24. ágúst. Þá hvetur ráðið ríkisstjórnir Vestur-Norðurlanda til að taka upp umræðu um samstarf um vestnorræna sjávarútvegsstefnu gagnvart Evrópusambandinu. Ráðið telur það verða áhugavert að sjá hverjar niðurstöður umræðna á vestnorrænu þingunum verða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×