Innlent

Anna stefnir á efsta sætið

Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, mun að öllum líkindum bjóða sig fram í efsta sæti listans fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Verið er að safna liði í kringum hana til að fella Alfreð Þorsteinsson sem hefur verið oddviti flokksins í borgarstjórn til fjölda ára. Atlaga að Alfreð Þorsteinssyni, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg, er í undirbúningi fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að fjöldi fólks vinni nú að því að safna liði í kringum Önnu Kristinsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem íhugar að gefa kost á sér í efsta sæti listans. Anna er talin einna líklegust til að geta sigrað Alfreð Þorsteinssyni, forseta borgarráðs. Alfreð hefur setið í borgarstjórn í fjölda ára og hefur leitt lista flokksins lengi í borginni. Alfreð vildi lítið tjá sig um málið þegar réttastofan hafði sambandi við hann og sagðist hann ekkert vita um málið eða hafa heyrt um það. Í ályktun sem stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík norður hefur sent frá sér eru stjórnir beggja kjördæmissambandanna í Reykjavík hvattar til að greiða leið ungs og hæfileikaríks fólks í Reykjavík sem sé tilbúið að axla þá ábyrgð að vera í forsvari fyrir framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Ekki náðist í Önnu fyrir fréttir en hún er stödd erlendis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×