Innlent

Utanríkisráðherra í Færeyjum

Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra til Færeyja hófst í gærkvöldi. Í dag er ráðgert að undirritaður verði nýr viðskiptasamningur Færeyja og Íslands, en að því loknu verður sett ráðstefna um viðskipti í Norræna húsinu í Þórshöfn. Jóhannes Eidesgaard lögmaður setur ráðstefnuna. Viðamikil ráðstefna um menningarmál verður í Radiohúsinu í Þórshöfn á fimmtudag. Meðal efnis er upplestur og tónlistarflutningur. Þess utan verður flutt Úlfhamssaga undir stjórn Maríu Ellingsen en Eivör Pálsdóttir samdi tónlist og syngur í verkinu. Heimsókninni lýkur á fimmtudagskvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×