Þegar Davíð lagði Albert 30. ágúst 2005 00:01 "Prófkjörinu var breytt beinlínis til að knésetja mig. Öll kosningamaskína flokkseigendafélagsins beitti sér gegn mér," sagði Albert Guðmundsson við Dagblaðið&Vísi 1. desember 1981. Albert hafði þá beðið lægri hlut fyrir Davíð Oddssyni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en til prófkjörsins var efnt vegna borgarstjórnarkosninganna 1982. Margir telja að í þessu prófkjöri hafi síðast í fullri alvöru verið barist um efsta sætið í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, þangað til nú. Davíð sigraði í prófkjörinu, Markús Örn Antonsson skaust upp í annað sætið og Albert hlaut þriðja sætið en stefndi á það efsta. Tveir hafa nú boðið sig fram í efsta sæti sjálfstæðismanna í Reykjavík, þeir Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og má búast við að kosning milli þeirra geti ekki orðið síður spennandi en prófkjörið 1981. @.mfyr:Kosið um borgarstjórastólinn @.megin:Þá var barist um borgarstjórastólinn."Markús Örn Antonsson skýst upp í annað sæti, nokkuð á óvart ef haft er í huga, að slagurinn stóð fyrst og fremst milli Davíðs og Alberts um fyrsta sætið," sagði í leiðara Dagblaðsins&Vísis daginn eftir prófkjörið. Davíð var þó varkár í viðtali við Tímann þegar úrslit lágu fyrir. "Það er borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sem ákveður borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og prófkjörið er aðeins þáttur í því," sagði Davíð Oddsson við Tímann 1. desember 1981. Davíð varð í kjölfar prófkjörsins 1981 borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og næsti borgarstjóri í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hafði missti meirihluta í borginni í kosningunum árið 1978 en Birgir Ísleifur Gunnarsson, sem þá leiddi flokkinn, hafði vikið þegar vinstri flokkarnir náðu meirihluta í borginni og tók ekki þátt í prófkjörinu. Davíð varð oddviti borgarstjórnarflokksins en hafði fengið kosningu í fjórða sætið í prófkjöri í maí 1978. Í prófkjörinu árið 1981 þar sem Davíð sigraði hlaut hann 3948 atkvæði, Markús Örn hlaut 3925 atkvæði og Albert fékk 3842 atkvæði. Mjótt var því á milli Davíðs og Markúsar Arnar en sá síðarnefndi tók eins og kunnugt er við starfi Davíðs sem borgarstjóri í Reykjavík árið 1991 þegar Davíð varð forsætisráðherra. Í prófkjörinu 1981 var ekki kosið um sæti á annan hátt en þann að þátttakendur í prófkjörinu merktu við tiltekinni fjölda frambjóðenda og sá sem hlaut flest atkvæði, hann fékk efsta sætið og svo koll af kolli. @.mfyr:Prófkjör frekar regla en undantekning @.megin:Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lagði kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að stillt yrði upp á lista flokksins. Þegar er litið er til baka til ársins 1978 kemur í ljós að fyrir síðustu sjö borgarstjórnarkosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið prófkjör fimm sinnum en tvisvar hefur verið stillt upp á listann af kjörnefnd flokksins í Reykjavík. Auk síðustu kosninga var það árið 1990. Síðast var því prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík árið 1997 en þá var reyndar einnig barist um efsta sætið því þá bauð Inga Jóna Þórðardóttir sig fram gegn Árna Sigfússyni, þáverandi oddvita borgarstjórnarflokksins, í prófkjöri en Árni sigraði og hlaut 4.542 atkvæði í efsta sætið en Inga Jóna 1.184 atkvæði. Inga Jóna hafnaði í þriðja sætið í prófkjörinu en prófkjörsreglur voru öðruvísi þá en í því prófkjöri sem áður var vísað til. Þáttaka í prófkjörum sjálfstæðismanna er mikil. Rík hefð er fyrir prófkjörum hjá flokknum hvort sem er fyrir borgarstjórnarkosningar eða alþingiskosningar. Ekki mun skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því um helgina um fylgi flokkanna í Reykjavík draga úr áhuga reykvískra sjálfstæðismanna til að taka þátt í prófkjörinu, hvort sem er sem frambjóðendur eða kjósendur. Ekki síst þegar efsta sætið í prófkjörinu getur gefið borgarstjórastólinn eins og í prófkjörinu þegar Davíð sigraði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
"Prófkjörinu var breytt beinlínis til að knésetja mig. Öll kosningamaskína flokkseigendafélagsins beitti sér gegn mér," sagði Albert Guðmundsson við Dagblaðið&Vísi 1. desember 1981. Albert hafði þá beðið lægri hlut fyrir Davíð Oddssyni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en til prófkjörsins var efnt vegna borgarstjórnarkosninganna 1982. Margir telja að í þessu prófkjöri hafi síðast í fullri alvöru verið barist um efsta sætið í prófkjöri flokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, þangað til nú. Davíð sigraði í prófkjörinu, Markús Örn Antonsson skaust upp í annað sætið og Albert hlaut þriðja sætið en stefndi á það efsta. Tveir hafa nú boðið sig fram í efsta sæti sjálfstæðismanna í Reykjavík, þeir Gísli Marteinn Baldursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og má búast við að kosning milli þeirra geti ekki orðið síður spennandi en prófkjörið 1981. @.mfyr:Kosið um borgarstjórastólinn @.megin:Þá var barist um borgarstjórastólinn."Markús Örn Antonsson skýst upp í annað sæti, nokkuð á óvart ef haft er í huga, að slagurinn stóð fyrst og fremst milli Davíðs og Alberts um fyrsta sætið," sagði í leiðara Dagblaðsins&Vísis daginn eftir prófkjörið. Davíð var þó varkár í viðtali við Tímann þegar úrslit lágu fyrir. "Það er borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins sem ákveður borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og prófkjörið er aðeins þáttur í því," sagði Davíð Oddsson við Tímann 1. desember 1981. Davíð varð í kjölfar prófkjörsins 1981 borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins og næsti borgarstjóri í Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hafði missti meirihluta í borginni í kosningunum árið 1978 en Birgir Ísleifur Gunnarsson, sem þá leiddi flokkinn, hafði vikið þegar vinstri flokkarnir náðu meirihluta í borginni og tók ekki þátt í prófkjörinu. Davíð varð oddviti borgarstjórnarflokksins en hafði fengið kosningu í fjórða sætið í prófkjöri í maí 1978. Í prófkjörinu árið 1981 þar sem Davíð sigraði hlaut hann 3948 atkvæði, Markús Örn hlaut 3925 atkvæði og Albert fékk 3842 atkvæði. Mjótt var því á milli Davíðs og Markúsar Arnar en sá síðarnefndi tók eins og kunnugt er við starfi Davíðs sem borgarstjóri í Reykjavík árið 1991 þegar Davíð varð forsætisráðherra. Í prófkjörinu 1981 var ekki kosið um sæti á annan hátt en þann að þátttakendur í prófkjörinu merktu við tiltekinni fjölda frambjóðenda og sá sem hlaut flest atkvæði, hann fékk efsta sætið og svo koll af kolli. @.mfyr:Prófkjör frekar regla en undantekning @.megin:Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar lagði kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til að stillt yrði upp á lista flokksins. Þegar er litið er til baka til ársins 1978 kemur í ljós að fyrir síðustu sjö borgarstjórnarkosningar hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið prófkjör fimm sinnum en tvisvar hefur verið stillt upp á listann af kjörnefnd flokksins í Reykjavík. Auk síðustu kosninga var það árið 1990. Síðast var því prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík árið 1997 en þá var reyndar einnig barist um efsta sætið því þá bauð Inga Jóna Þórðardóttir sig fram gegn Árna Sigfússyni, þáverandi oddvita borgarstjórnarflokksins, í prófkjöri en Árni sigraði og hlaut 4.542 atkvæði í efsta sætið en Inga Jóna 1.184 atkvæði. Inga Jóna hafnaði í þriðja sætið í prófkjörinu en prófkjörsreglur voru öðruvísi þá en í því prófkjöri sem áður var vísað til. Þáttaka í prófkjörum sjálfstæðismanna er mikil. Rík hefð er fyrir prófkjörum hjá flokknum hvort sem er fyrir borgarstjórnarkosningar eða alþingiskosningar. Ekki mun skoðanakönnun Fréttablaðsins frá því um helgina um fylgi flokkanna í Reykjavík draga úr áhuga reykvískra sjálfstæðismanna til að taka þátt í prófkjörinu, hvort sem er sem frambjóðendur eða kjósendur. Ekki síst þegar efsta sætið í prófkjörinu getur gefið borgarstjórastólinn eins og í prófkjörinu þegar Davíð sigraði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira