Áfall fyrir ákæruvaldið 6. september 2005 00:01 "Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
"Um ákveðið áfall er að ræða fyrir ákæruvaldið, fram hjá því er ekki hægt að horfa," segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor um bréf dómara í Baugsmálinu þar sem bent er á að verulegi annmarkar kunni að vera á ákærum. Í bréfinu segir að annmarkarnir kunni að vera slíkir að úr þeim verði ekki bætt og ákærum jafnvel vísað frá dómi. Anmarkarnir snúa að 18 ákæruliðum af 40 á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Jóhannesi Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og Tryggva Jónssyni. "Ákæra á að vera þannig úr garði gerð að hægt sé að dæma mál á grundvelli hennar. Hún og þau gögn sem henni fylgja eiga að vera þannig að ekki þurfi frekari skýringa við til að hægt sé að leggja dóm á ákæruna," segir Eiríkur. "Hér er um að ræða ágalla á ákærunni, það er alveg ljóst. En svo verður bara að koma í ljós hvort þeir leiða til frávísunar eftir að skýringar ákæruvaldsins hafa komið fram." Hann segir Baugsmálinu tæpast verða vísað frá í heild sinni þó svo að einstökum ákæruliðum yrði vísað frá. "Málið er svo margþætt og ákæruatriði aðskilin, sýnist mér." Jón H. Snorrason ríkissaksóknari telur ábendingar dómaranna dæmi um mjög vandaða málsmeðferð í Baugsmálinu. Þær séu fjarri því að vera áfellisdómur yfir störf ákæruvaldins, því ekki sé gefið að anmarkar séu á rannsókninni. "Oft eru fundir einhverjir hnökrar á ákærum og málum því vísað frá í Hæstarétti eða sýknað af þeim ástæðum. Dómurinn er að koma í veg fyrir að eitthvað slíkt komi upp," segir Jón og telur kappnógan tíma til að gera bót á ákærunum. Liðirnir sem sett sé út á, þar á meðal viðskipti á milli Baugs og Gaums, séu ekki aðalatriði málsins, enn nái ákærurnar til stórfelldra bókhaldsbrota að upphæð einum milljarði króna. Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, leggur áherslu á að bréf dómaranna sé hvorki úrskurður né ákvörðun í sjálfu sér. "Þetta er boðun í þinghald þar sem dómurinn segist munu gefa mönnum kost á að tjá sig um þessa niðurstöðu sína," segir hann, en bætir við að verði niðurstaðan sú að málinu verði vísað frá að hluta sé það gífurlega harður dómur yfir vinnubrögðum ákæranda. Þá telur hann ólíklegt að ákæruvaldið fái að laga annmarkana með framhaldsákæru, enda séu heimildir í lögum til að gera leiðréttingar á ákærum óskaplega þröngar. "Þetta eru miklu alvarlegri hlutir en úr þeim verði bætt á grundvelli þeirra heimilda." "Þetta sætir tíðindum," segir Einar Þór Sverrisson, lögmaður Jóhannesar Jónssonar og bætir við að þróun mála komi honum ekki að öllu leyti á óvart því honum hafi fundist ákæran hroðvirknislega unnin. Hann áréttar þó að niðurstaða dómara liggi ekki fyrir. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta mánudag.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira