Innlent

Hyggjast vinna að flutningi flugs

Þverpólitísk samstaða hefur myndast á Suðurnesjum um stofnun félags sem mun beita sér fyrir því að samgöngubætur verði gerðar milli Straumsvíkur og Vatnsmýrinnar og að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Formenn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í Reykjanesbæ ásamt fulltrúa óháðra hafa ákveðið að stofna félag til að vinna að þessu markmiði. Félagið áformar að gangast fyrir útreikningum á kostnaði við þessa framkvæmd ásamt því að gera hagkvæmniathugun á flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×