Innlent

Endurskoði álögur á eldsneyti

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna skorar á fjármálaráðherra og fjárlaganefnd Alþingis að taka til endurskoðunar álögur ríkisins á eldsneyti í tilkynningu sem sambandið sendir frá sér í dag. Þar segir enn fremur að á undanförnum mánuðum hafi heimsmarkaðsverð stórhækkað vegna aukinnar eftirspurnar, óveðra og stjórnmálaástands í heiminum. Eldsneyti sé sú neysluvara sem er hvað hæst skattlögð á Íslandi þar sem að tæplega 60 prósent af verði eldsneytis fari beint í ríkissjóð. Það sé því vissulega svigrúm til lækkana. Enn fremur segja ungir framsóknarmenn að með hækkandi heimsmarkaðsverði hafi virðisauki ríkissjóðs stóraukist og um leið haft neikvæð áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja í landinu. Sambandið hvetji stjórnvöld til að minnka skattheimtu sína á eldsneyti á meðan núverandi ástand vari en noti það ekki til skattpíningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×