Innlent

Tekur ekki þátt í prófkjöri VG

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri vinstri grænna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hún segir að ekki sé málefnalegur ágreiningur á milli hennar og flokksins, heldur sé ákvörðunin komin þar sem Vinstri hreyfingin- Grænt framboð ákvað að halda ekki áfram Reykjavíkurlistasamstarfinu, sem hún segir að hafi verið sér mikil vonbrigði. "Mér finnst ekki sannfærandi að ég fari í framboð, þegar sú leið sem ég barðist fyrir varð ekki ofan á," segir Björk. Björk segist ekki vera ósátt við flokkinn, heldur einungis þá ákvörðun sem varð ofan á um framboðsleið flokksins. Hún segist heldur ekki vera ósætti við einstaklinga innan flokksins. "Það er að minnsta kosti ekkert sem ég ætla að dvelja við. Það borgar sig ekki að vera í einhverri fýlu." Björk mun starfa innan Reykjavíkurlistans það sem eftir er kjörtímabilsins, en segir óráðið hvað hún gerir þegar því líkur. "Það eru óteljandi möguleikar fyrir hendi og meðal annars sé ég félagsráðgjöf í hyllingum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×