Davíð á rétt á tvöföldum launum 9. september 2005 00:01 Laun seðlabankastjóra voru hækkuð um fimmtán prósent fyrir tveimur vikum og er formaður bankastjórnar nú með 1.354.000 krónur á mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Ingimundi Friðrikssyni, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. Davíð Oddsson hefur rétt á að þiggja eftirlaun sem ráðherra ofan á laun sín sem seðlabankastjóri. Eftirlaunin í upphafi ráðningartímabilsins verða 334 þúsund krónur á mánuði vegna aldurstengdrar skerðingar sem kemur á eftirlaun þegar ráðherrar fara í aðra launaða vinnu. Í lok ráðningartímabils síns sem seðlabankastjóri verða eftirlaunin hins vegar um 718 þúsund krónur. Davíð gæti því verið með 1.688.000 krónur í laun frá ríkinu á mánuði þegar hann tekur við starfi seðlabankastjóra og 2.074.200 undir lok ráðningartímabilsins. Samkvæmt eftirlaunalögunum umdeildu sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2003 hefur Davíð rétt á eftirlaunum sem eru 80 prósent af launum forsætisráðherra. Laun forsætisráðherra eru 915.162 krónur á mánuði. Færi Davíð á eftirlaun nú án þess að fara í annað starf fengi hann því 732.130 krónur í eftirlaun á mánuði. Davíð er fæddur 17. janúar 1948 og er því 57 ára en samkvæmt eftirlaunalögunum getur hann hafið töku eftirlauna 55 ára hafi hann gegnt ráðherraembætti lengur en sex ár. Hið sama gildir fari hann í annað launað starf. Lögin gera þó ráð fyrir því að eftirlaunin skerðist um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð sem eftirlaunaþegann vantar upp á 65 ára aldurinn og munu eftirlaun hans sem forsætisráðherra því skerðast um 43,5 prósent fyrsta mánuð hans í starfi. Skerðingin minnkar þó um 0,5 prósent á hverjum mánuði og fellur niður ef hann lætur af störfum seðlabankastjóra. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem situr í bankaráði, voru skiptar skoðanir um launahækkunina í ráðinu. "Samfylkingin samþykkti hana ekki," segir Ingibjörg. Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
Laun seðlabankastjóra voru hækkuð um fimmtán prósent fyrir tveimur vikum og er formaður bankastjórnar nú með 1.354.000 krónur á mánuði, samkvæmt upplýsingum frá Ingimundi Friðrikssyni, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans. Davíð Oddsson hefur rétt á að þiggja eftirlaun sem ráðherra ofan á laun sín sem seðlabankastjóri. Eftirlaunin í upphafi ráðningartímabilsins verða 334 þúsund krónur á mánuði vegna aldurstengdrar skerðingar sem kemur á eftirlaun þegar ráðherrar fara í aðra launaða vinnu. Í lok ráðningartímabils síns sem seðlabankastjóri verða eftirlaunin hins vegar um 718 þúsund krónur. Davíð gæti því verið með 1.688.000 krónur í laun frá ríkinu á mánuði þegar hann tekur við starfi seðlabankastjóra og 2.074.200 undir lok ráðningartímabilsins. Samkvæmt eftirlaunalögunum umdeildu sem samþykkt voru á Alþingi í desember 2003 hefur Davíð rétt á eftirlaunum sem eru 80 prósent af launum forsætisráðherra. Laun forsætisráðherra eru 915.162 krónur á mánuði. Færi Davíð á eftirlaun nú án þess að fara í annað starf fengi hann því 732.130 krónur í eftirlaun á mánuði. Davíð er fæddur 17. janúar 1948 og er því 57 ára en samkvæmt eftirlaunalögunum getur hann hafið töku eftirlauna 55 ára hafi hann gegnt ráðherraembætti lengur en sex ár. Hið sama gildir fari hann í annað launað starf. Lögin gera þó ráð fyrir því að eftirlaunin skerðist um 0,5 prósent fyrir hvern mánuð sem eftirlaunaþegann vantar upp á 65 ára aldurinn og munu eftirlaun hans sem forsætisráðherra því skerðast um 43,5 prósent fyrsta mánuð hans í starfi. Skerðingin minnkar þó um 0,5 prósent á hverjum mánuði og fellur niður ef hann lætur af störfum seðlabankastjóra. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem situr í bankaráði, voru skiptar skoðanir um launahækkunina í ráðinu. "Samfylkingin samþykkti hana ekki," segir Ingibjörg.
Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira