Davíð verður seðlabankastjóri 9. september 2005 00:01 "Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Trausti Hafliðason Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
"Pólitísk ráðning seðlabankastjóra er ekki til þess fallin að auka trúverðugleika og tiltrú á sjálfstæði Seðlabankans og eðlilegt væri að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar," segir meðal annars í ályktun Sambands ungra sjálfstæðismanna sem samþykkt var á þingi sambandsins fyrir tveimur árum. Ungir sjálfstæðismenn hljóta að eiga erfitt eftir að foringi þeirra sem hafði verið í framlínu stjórnmálanna í rúma þrjá áratugi kvaddi á miðvikudaginn hinn pólitíska leikvang. Sérstaklega hlýtur það að valda heilabrotum að hann skuli ákveða að fara hina hefðbundnu leið - úr ráðherrastóli í Seðlabankann. Davíð Oddsson hefur ákveðið að feta fjölfarna leið þar sem fyrir eru fótspor manna eins og Geirs Hallgrímssonar, Steingríms Hermannssonar, Jóns Sigurðssonar, Finns Ingólfssonar og Birgis Ísleifs Gunnarssonar, en Davíð sest einmitt í stól hins síðast nefnda þann 20. október næstkomandi. Ályktun ungra sjálfstæðismanna endurspeglar ekki aðeins viðhorf þeirra heldur fjölmargra annarra. Pólitískar ráðningar hafa jafnan sætt harðri gagnrýni kjósenda sem og margra þingmanna. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að umræðan um réttmæti pólitískra ráðningar hafi blossað upp með reglulegu millibili hefur staðan ekkert breyst þó komið sé árið 2005. Athyglisvert var að lesa ummæli pólitískra andstæðinga Davíðs í Fréttablaðinu í fyrradag. Þar veigruðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna og Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sér við að gagnrýna útleið Davíðs úr pólitíkinni og innleið hans í Seðlabankann. Skoðum aðeins hvað þau sögðu. Ingibjörg sagði: "Það kemur mér nokkuð á óvart að hann skuli fara í Seðlabankann. Að hann skuli feta þá hefðbundnu leið að fara úr forsætisráðuneytinu í Seðlabankann finnst mér ekki alveg vera í hans anda. Það er samt enginn vafi á því að hann er mjög hæfur til að setjast í bankastjórastólinn hafandi tekið þátt í að stjórna efnahagsmálunum hér um langt skeið." Steingrímur J. sagði: "Það eina sem kemur á óvart og ég átti ekki von á var að Davíð Oddsson skuli kjósa að fara í Seðlabankann." Guðjón Arnar sagði: "Ég vil óska honum til hamingju með nýja starfið og vona að hann höndli það vel, hann hefur reyndar talsverða reynslu af efnahagsmálum svo að málin ættu ekki að vera honum ókunnug á þeim vettvangi." Kannski er skiljanlegt að þremenningarnir skyldu ekki hafa gagnrýnt Davíð fyrir að fara í Seðlabankann. Það þykir jú við hæfi að fara lofsamlegum orðum um fólk sem stendur á viðlíka tímamótum og Davíð. En það mun koma verulega á óvart ef umræðan um pólitískar ráðningar mun ekki blossa upp á næstunni. Sérstaklega mun koma á óvart ef Samfylkingin tekur málið ekki upp. Flokkurin lagði nefnilega til frumvarp til breytingar á lögum um Seðlabankann fyrir tveimur árum en samkvæmt frumvarpinu, sem hlaut ekki brautargengi, átti að auglýsa stöðu seðlabankastjóra. Davíð Oddsson hefur oft verið í fararbroddi þegar kemur að gagnrýni á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það ríkir örugglega nokkur óvissa í íslenska fjármálaheiminum um þessar mundir og sú óvissa mun ekki hverfa fyrr en Davíð hefur látið til sín taka. Hvort forkólfar fjármálaheimsins hafa hins vegar dug og þor til að gagnrýna skipun Davíðs í seðlabankastjórastólinn á hins vegar eftir að koma í ljós. Ég tel það hins vegar ólíklegt. Trausti Hafliðason - trausti@frettabladid.is
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun