Kjarasamningar séu í uppnámi 12. september 2005 00:01 Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent. Samkvæmt Hagstofunni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósenmt undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka þýðir þetta að verðbólgumörk Seðlabankans hafi verið rofin með áberandi hætti en meðal þess sem skýrir þessa þróun eru hækkun á húsnæðisverði og hækkun á olíuverði á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir verðbólguna meiri en það sem skilgreina megi sem stöðugt verðlag og umfram markmið Seðlabankans um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum. Lögum samkvæmt greinir Seðlabankinn ríkisstjórninni á næstunni frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk, en samkvæmt markmiðum bankans eru þau fjögur prósent. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig í lok mánaðarins til að grípa enn frekar í taumana. Alþýðusamband Íslands segir þróunina mjög slæm tíðindi og áhyggjuefni því kaupmáttur launatekna hafi rýrnað hjá mörgum launþegum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir verðbólguna setja forsendur kjarasamninga í uppnám. Það sé ljóst að óstöðugleikinn sé mikill í þjóðfélaginu. Þegar gengið hafi verið til kjarasamninga í fyrra hafi ASÍ vonast eftir því að verið væri að leggja grunn að stöðugleika en það hafi ekki gengið eftir. Ólafur Darri segir að staðan nú geri starf endurskoðunarnefndar um forsendur kjarasamninga vandasamara en ella og að brýnt sé að bregðast við og leita leiða til úrbóta. Ef nefndin komi sér ekki saman um viðbrögð geti einstök félög sagt upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Kjarasamningar eru í uppnámi að mati ASÍ vegna gríðarlegrar verðbólgu og hækkunar á vísitölu neysluverðs. Verðbólgan hefur ekki verið meiri í 40 mánuði. Verðbólgan mælist nú 4,8 prósent. Samkvæmt Hagstofunni hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósenmt undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 7,6 prósenta verðbólgu á ári. Að mati greiningardeildar Íslandsbanka þýðir þetta að verðbólgumörk Seðlabankans hafi verið rofin með áberandi hætti en meðal þess sem skýrir þessa þróun eru hækkun á húsnæðisverði og hækkun á olíuverði á erlendum mörkuðum. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir verðbólguna meiri en það sem skilgreina megi sem stöðugt verðlag og umfram markmið Seðlabankans um að halda verðbólgunni í 2,5 prósentum. Lögum samkvæmt greinir Seðlabankinn ríkisstjórninni á næstunni frá ástæðum þess að verðbólgan hafi rofið efri þolmörk, en samkvæmt markmiðum bankans eru þau fjögur prósent. Íslandsbanki spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig í lok mánaðarins til að grípa enn frekar í taumana. Alþýðusamband Íslands segir þróunina mjög slæm tíðindi og áhyggjuefni því kaupmáttur launatekna hafi rýrnað hjá mörgum launþegum. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir verðbólguna setja forsendur kjarasamninga í uppnám. Það sé ljóst að óstöðugleikinn sé mikill í þjóðfélaginu. Þegar gengið hafi verið til kjarasamninga í fyrra hafi ASÍ vonast eftir því að verið væri að leggja grunn að stöðugleika en það hafi ekki gengið eftir. Ólafur Darri segir að staðan nú geri starf endurskoðunarnefndar um forsendur kjarasamninga vandasamara en ella og að brýnt sé að bregðast við og leita leiða til úrbóta. Ef nefndin komi sér ekki saman um viðbrögð geti einstök félög sagt upp kjarasamningum frá og með næstu áramótum.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira