Kosið um sameiningu eftir um mánuð 12. september 2005 00:01 Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira
Þriðjungi kosningabærra manna í landinu býðst að kjósa um sameiningu sveitarfélaga eftir fjórar vikur. Kosið verður meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur og um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar. Sameiningaráformin hafa reyndar þynnst verulega frá því félagsmálaráðherra og sameiningarnefnd sveitarfélaganna kynntu fyrstu tillögur fyrir ári. Ráðherrann talaði þá um einhverja mestu þjóðfélagsbreytingu seinni ára á Íslandi en þá var miðað við að sameiningarkosningar tækju til sveitarfélaga með samtals 213 þúsund íbúa, eða 73 prósent þjóðarinnar. Nú liggur fyrir að kosningarnar þann 8. október næstkomandi munu snerta 96 þúsund manns eða 33 prósent þjóðarinnar. Þetta verða engu að síður kosningar um róttækar breytingar á viðkomandi svæðum. Sextán sameiningarkosningar fara fram í 61 sveitarfélagi vítt og breitt um landið. Lagt til að Snæfellsnes renni saman í eitt með sameiningu Snæfellsbæjar, Grundarfjarðar, Stykkishólms, Helgafellssveitar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Íbúar Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og Reykhólahrepps greiða atkvæði um sameiningu. Á Vestfjörðum verður kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðar, á Ströndum um sameiningu Árneshrepps, Kaldrananeshrepps, Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps, en íbúar Bæjarhrepps, sem einnig teljast Strandamenn, kjósa um sameiningu við Húnaþing vestra. Á Norðurlandi vestra er jafnframt kosið um sameiningu Blönduóss, Höfðahrepps, Skagabyggðar og Áshrepps sem og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Stærstu kosningarnar eftir fjórar vikur fara fram í byggðunum við Eyjafjörð en þar búa 23 þúsund manns. Þar er lögð til ein allsherjarsameining á svæðinu, það er Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Dalvíkurbyggðar, Arnarneshrepps, Hörgárbyggðar, Akureyrar, Eyjafjarðarsveitar, Svalbarðsstrandarhrepps og Grýtubakkahrepps. Saman yrði þetta þriðja stærsta sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík og Kópavogi. Stefnt er að því að gera Þingeyjarsýslur að tveimur sveitarfélögum, annars vegar með sameiningu Húsavíkur, Tjörneshrepps, Kelduneshrepps, Skútustaðahrepps, Aðaldælahrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnar og hins vegar með sameiningu Svalbarðshrepps og Þórshafnar. Á norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar og á Mið-Austurlandi um sameiningu Mjóafjarðar, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Á Suðurlandi er lagt til að Árnessýsla verði að tveimur sveitarfélögum, annars vegar renni uppsveitirnar saman í eitt með sameiningu Bláskógabyggðar, Hrunamannahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Hins vegar er lagt til að Ölfus og Flóinn renni saman og þar verði undir Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og einnig Gaulverjabæjarhreppur, Villingaholtshreppur og Hraungerðishreppur. Á Suðurnesjum verður kosið um sameiningu Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs en Grindavík er undanskilin sem og Vogarnir en kosið verður um sameiningu Vatnsleysustrandar við Hafnarfjörð. Fólk getur þegar byrjað að kjósa um tillögurnar því utankjörfundaratkvæðaagreiðsla hófst þann 13. ágúst síðastliðinn. Aðalkosningarnar verða svo laugardaginn 8. október.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Sjá meira