Innlent

Engar séraðgerðir vegna verðbólgu

Ríkisstjórnin grípur ekki til sérstakra aðgerða þótt verðbólga sé meiri en hún hefur verið undanfarna 40 mánuði og hafi farið fram úr þolmörkum Seðlabankans. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa lýst því yfir að samningar séu í uppnámi vegna verðbólgu og að þeim verði sagt upp nái stjórnvöld ekki tökum á verðbólgunni. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist hafa áhyggjur af þessu en ekki svo mjög að hann tapi svefni yfir því. Hann segir verðbólguna vissulega mikla og að ríkisstjórnin hafi gripið til þeirra aðgerða að leggja fram aðhaldssöm fjárlög fyrir árið í ár og hið sama verði upp á tengingnum á næsta ári. Til frekari aðgerða muni stjórnvöld ekki grípa. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að vinna við samningu bréfsins væri hafin og að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×