Verðbólga þurrkar út launahækkun 13. september 2005 00:01 Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Verðbólgan hefur þurrkað út þriggja prósenta launahækkun sem almennir kjarasamningar tryggðu launþegum um síðustu áramót. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni krefjast þess að gripið sé til aðgerða til að sporna gegn verðbólgu. Þeir segja að náist ekki samkomulag við vinnuveitendur og ríkisvald aukist mjög líkurnar á að kjarasamningum verði sagt upp 15. nóvember. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir hins vegar að ekki verði gripið til sérstakra ráðstafana en að gætt verði aðhalds í ríkisfjármálum. Aðalatriðið sé það að kaupmáttaraukningin sé mikil þannig að hann geti ekki séð að kjarasamningar þurfi að vera í uppnámi. Grétar Þorsteinsson, formaður ASÍ, segir kaupmáttaraukningunni hafa verið mjög misskipt eftir þjóðfélagshópum. Við blasi að fyrir meginþorra félaga í aðildarfélögum ASÍ hafi ekkert launaskrið orðið og megnið af verkafólki aðeins hækkað í launum í takt við kauptaxtahækkanir. Launþegar í flestum fjölmennustu verkalýðshreyfingum fengu þriggja prósenta launahækkun um síðustu áramót sem nú hefur þurrkast út. Tökum dæmi af hópferðabílstjóra sem unnið hefur sjö ár hjá sama vinnuveitanda. Laun hans hækkuðu úr 123.682 krónum í 127.391 krónu. Verðbólgan hefur hins vegar lækkað launin þannig að þau eru í raun 242 krónum lægri en þau voru fyrir launahækkun. Verðbólgan hefur einnig áhrif á afborganir lána. Árlegar afborganir af átján milljóna króna húsnæðisláni eru rúmum sextán þúsund krónum hærri við 4,8 prósenta verðbólgu en þær eru við 2,5 prósenta verðbólgu. Seðlabanka ber að rita ríkisstjórn bréf þegar verðbólga fer fram yfir þolmörk og gera grein fyrir stöðu mála. Eiríkur Guðnason Seðlabankastjóri sagði í morgun að bréfið yrði sent ríkisstjórn innan skamms.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira