Refsimál ekki höfðað 23. september 2005 00:01 Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi dæmt þrjá nauðgara til að greiða fórnarlambi sínu bætur þykir saksóknara ekki efni til að höfða refsimál á hendur þeim. Gerð er strangari krafa til sönnunarfærslu í opinberu máli en í einkamáli og saksóknara þykir ekki líklegt að gögn málsins, þar á meðal rannsóknargögn lögreglu, séu líkleg til að leiða til sakfellingar í refsimáli. Atli Gíslason, lögmaður konunnar sem nauðgað var, segir að hún hafi fengið uppreisn æru með þeim bótum sem Hæstiréttur dæmdi henni, þótt mennirnir gangi lausir og lögum verði ekki komið yfir þá með öðrum hætti. Hann gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir slælega rannsókn og vill að hún byggi ekki eingöngu á verknaðinum sjálfum heldur einnig afleiðingum hans, það er líkamlegu og andlegu ástandi fórnarlambsins. Talsmaður lögreglunnar segir í samtali við fréttastofuna að það sé saksóknara að taka tillit til slíkra þátta. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar þótti rannsóknin, í því tilviki sem Hæstiréttur tók afstöðu til í gær, ekki vera fullnægjandi, til að mynda tafðist að handtaka tvo af þrjá sem þátt tóku í hópnauðguninni. Sif Konráðsdóttir lögmaður segir að þetta mál, sem Atli Gíslason rak fyrir skjólstæðing sinn, sé engan veginn einsdæmi; konur, sem hafa orðið fyrir nauðgun, eigi erfitt uppdráttar í dómskerfinu. Lögreglan segir að venjan sé sú í nauðgunarmálum að reynt sé að hraða þeim sem mest í gegnum kerfið þar sem það er talið fórnarlambinu til góða. Við rannsókn lögreglu sé notast við læknaskýrslur frá neyðarmóttöku þar sem fram kemur bæði líkamlegt og andlegt ástand fórnarlambsins. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvort andlegu ástandi megi ekki gera hærra undir höfði í rannsóknum en gert sé.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira