Getur ekki samþykkt kröfuna 5. október 2005 00:01 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, segist ekki trúa því að sýslumaðurinn í Reykjavík geti samþykkt fjárnámskröfu Jóns Ólafssonar á hendur sér. Jón hyggst fá aðstoð sýslumanns við að ná tólf milljónum króna af Hannesi sem hann var dæmdur til að greiða í Englandi vegna meiðandi ummæla um Jón. Hannes segir allt sem hann sagði hafa verið satt. Jón Ólafsson, fyrrum eigandi Norðurljósa og Skífunnar, mun á næstu dögum leggja fram fjárnámskröfu á hendur Hannesi Hólmsteini. Ástæða kröfunnar er meiðyrðamál sem Jón höfðaði á hendur Hannesi í London fyrir um ári vegna ummæla sem fræg eru orðin og birtust á heimasíðu Hannesar við háskólann. Þar gerði Hannes fyrrum fjölmiðlaveldi Jóns að umtalsefni og lét í skína að upphafið að veldi Jóns mætti rekja til ólgölegra viðskiptahátta hans á fyrri árum. Hannes segist í samtali við fréttastofu að hann efist stórlega um að hægt væri að sækja af honum fé á Íslandi vegna dóms í Bretlandi. Hann segir ummæli sín, sem seinna birtust á heimasíðu hans, fyrst hafa fallið á ráðstefnu blaðamanna í Reykholti árið 1999 og því líti hann á málaferli Jóns sem aðför að tjáningarfrelsi blaðamanna. Hann kveðst ekki átta sig á málinu og lögfræðingar verði að fara yfir það. Það eina sem honum finnist ískyggilegt í málinu sé það að ef hann segir eitthvað á Íslandi, og jafnvel þótt hann birti það í bók á ensku sem gefin sé út á Íslandi, að hægt sé að draga hann fyrir dóm í öðru landi þar sem meiðyrðalöggjöfin sé miklu strangari en hér á landi. Aðspurður segist Hannes ekki telja líklegt að sýslumaður samþykki kröfuna heldur vísi henni til héraðsdóms, enda sé þetta prófmál hér á landi. Hann segir að ummælin sé ekki ennþá að finna á heimasíðu sinni því hann hafi lokað henni þegar hann fregnaði að Jón ætlaði að hefja málssókn vegna þess að hann hefði hvorki tíma né löngun til að standa í þrefi við Jón. Spurður hvort hann standi við ummælin segist Hannes ekki hafa sagt neitt sem sé ósatt, og spyr hvort það sé ekki umhugsunarefni að samkvæmt dóminum sé honum bannað að segja það sem sé satt.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira