Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling 24. október 2005 19:48 Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira