Ekkert óeðlilegt við kaupverð Sterling 24. október 2005 19:48 Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Sterling er sannfærður um að hann fái meira fyrir félagið en fimmtán milljarða samningurinn við FL-Group segir til um. Hann segir ekkert óeðlilegt við kaupverðið en sjálfur greiddi hann fjóra milljarða fyrir Sterling fyrir hálfu ári. Fjárfestarnir sem áttu Sterling og seldu græddu allt að ellefu milljarða á sölunni. Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson keyptu Sterling á fjóra milljarða og því hefur félagið hækkað gríðarlega í verði á hálfu ári. Nú var það selt á fimmtán milljarða. Pálmi sagði í samtali við fréttastofuna að hann hefði selt félagið ódýrt. Við kaupverðið á Sterling bættust kaupin á helmingi stærra flugfélagi en Sterling, þ.e. Maersk. Kaupverðið á því er ekki gefið upp þar sem það er trúnaðarmál samkvæmt samningum við A.P. Möller, fyrrverandi eiganda félagsins. Pálmi segist hins vegar hafa greitt fyrir félagið og vísar á bug fregnum danskra fjölmiðla um að A.P. Möller hafi greitt með félaginu. Hann kveðst hafa tröllatrú á Sterling og þess vegna sé hann sáttur við samninginn við FL Group, sem setur félaginu afkomumarkmið. Náist þau ekki getur kaupverðið lækkað um allt að fimm milljarða. Pálmi segist sannfærður um að markmiðið náist og gott betur, þannig að hann fái að lokum meira en ellefu milljarða í sinn hlut. Allir þeir sem fréttastofan hefur rætt við í dag undrast engu að síður verðmætaaukninguna og Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og hluthafi í FL-Group, vill fá útskýringar á því hvernig á þessu stendur. En það er fleira en verðmætaaukningin sem vekur athygli, til að mynda náin tengsl fjárfestanna sem áttu Sterling og nokkurra stórra eigenda í FL-Group. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Pálmi Haraldsson hafa margoft fjárfest saman, til að mynda í Skeljungi og Fréttablaðinu 2003. Þeir áttu um hríð saman í Flugleiðum og sátu þar í stjórn. Náin tengsl þeirra og Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, hafa vakið spurningar um hvort að þeir hafi með einhverjum hætti staðið saman að kaupunum á Sterling og að ætlunin hafi ávallt verið að selja það FL Group. Skömmu eftir kaup Fons-manna á Sterling gekk stór hluti stjórnar FL Group út og nefndu þá sumir stjórnarmannanna að þessa fléttu. Hannes Smárason hefur vísað henni á bug. Pálmi og fjárfestingafélagi hans, Jóhannes í Fons, eiga einnig Iceland Express en Pálmi segir þá nú munu fela fyrirtækjasviði einhvers bankans að selja félagið. Nú þegar hafi nokkrir lýst áhuga á því en hann vill ekki ræða hugsanlegt kaupverð. Félagið hafi gengið mjög vel, sé nú rekið með hagnaði og ugglaust hafi margir á því áhuga.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira