Hagkerfið komið að ystu mörkum 27. október 2005 19:13 Heildarútgáfa skuldabréfa erlendis í íslenskum krónum fór yfir 100 milljarða króna í gær þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir alls þrjá milljarða króna til tveggja ára. Útgáfan svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Skuldabréfin eru með 8% föstum vöxtum. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna borgara? Tryggvi Þór Herbertsson svarar því til að peningamálastjórn verði erfiðari sem þýði að vextir þurfi þá að hækka meira. Jafnframt fylgi þessu meiri áhætta og gegnið gæti farið af stað, þó það sé ólíklegt. En Tryggvi segir þessu þó einnig fylgja ýmsir kostir. Þetta dýpki t.a.m. skuldamarkaðinn hérlendis sem á endanum komi almenningi til góða því þá virki fjármálakerfið betur. Og Tryggvi segir mikilvægt að Íslendingar verði ekki of háðir þessari tegund útgáfu skuldabréfa því þetta sé líklega komið nálægt einhverjum endimörkum, og að verða háður útgáfunni sé ekki af hinu góða. Seðlabankastjóri segir útgáfu þessa geta valdið flökti á gengi krónunnar en það sé þó ekki líklegt. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Þá segir hann skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þar af leiðandi muni þeir kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður. Sérfræðingar greiningardeildar KB banka segja engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Ekkert bendi til þess að hægja fari á þessum kaupum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Heildarútgáfa skuldabréfa erlendis í íslenskum krónum fór yfir 100 milljarða króna í gær þegar Alþjóðabankinn gaf út skuldabréf fyrir alls þrjá milljarða króna til tveggja ára. Útgáfan svarar til um eins þriðja af fjárlögum íslenska ríkisins. Skuldabréfin eru með 8% föstum vöxtum. En hvað þýðir þetta fyrir hinn almenna borgara? Tryggvi Þór Herbertsson svarar því til að peningamálastjórn verði erfiðari sem þýði að vextir þurfi þá að hækka meira. Jafnframt fylgi þessu meiri áhætta og gegnið gæti farið af stað, þó það sé ólíklegt. En Tryggvi segir þessu þó einnig fylgja ýmsir kostir. Þetta dýpki t.a.m. skuldamarkaðinn hérlendis sem á endanum komi almenningi til góða því þá virki fjármálakerfið betur. Og Tryggvi segir mikilvægt að Íslendingar verði ekki of háðir þessari tegund útgáfu skuldabréfa því þetta sé líklega komið nálægt einhverjum endimörkum, og að verða háður útgáfunni sé ekki af hinu góða. Seðlabankastjóri segir útgáfu þessa geta valdið flökti á gengi krónunnar en það sé þó ekki líklegt. Það vilji Íslendingum til happs að vera ekki lengur með gengismarkmið heldur verðbólgumarkmið. Þá segir hann skuldabréfaútgáfuna jákvæða fyrir þjóðina að því leytinu til að útlendingar kynnist íslensku krónunni. Þar af leiðandi muni þeir kynna sér íslenskt efnahagslíf í meiri mæli en áður. Sérfræðingar greiningardeildar KB banka segja engin takmörk fyrir því hvað erlendir bankar og fjármálastofnanir geti gefið út af skuldabréfum í íslenskum krónum. Ekkert bendi til þess að hægja fari á þessum kaupum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira