Erlent

Stjórna saman í fyrsta sinn í 40 ár

Matthias Platzeck, leiðtogi jafnaðarmanna; Angela Merkel, verðandi kanslari;  Franz Muentefering, fráfarandi leiðtogi jafnaðarmanna og Edmund Stoiber kanslari Bæjaralands.
Matthias Platzeck, leiðtogi jafnaðarmanna; Angela Merkel, verðandi kanslari; Franz Muentefering, fráfarandi leiðtogi jafnaðarmanna og Edmund Stoiber kanslari Bæjaralands. MYND/AP

Stóru flokkarnir í Þýskalandi, Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn, hafa komist að samkomulagi um stjórnarmyndun, og verður Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, næsti kanslari landsins, fyrst allra kvenna.

Stjórnarsáttmálinn verður lagður fyrir forystu flokkanna til samþykkis eftir helgina. Nú bendir í allt til þess að Merkel taki við kanslaraembættinu af Gerhard Schröder 22. nóvember næstkomandi. Merkel segir að markmið nýrrar stjórnar verði fyrst og fremst að vinna traust þýsku þjóðarinnar og bæta efnahags landsins, sem stríðir við mikið atvinnuleysi. Þetta er í fyrsta sinn í tæp fjörutíu ár sem stóru flokkarnir mynda stjórn saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×