Staða Seðlabankans erfið 15. mars 2006 01:13 Sérfræðingar búast við aukinni verðbólgu þegar líður á vorið. Veiking krónunnar þrýstir á um verðhækkanir auk þess sem inn koma af fullum þunga áhrif verðhækkana á olíu sem hátt gengi krónunnar hefur dregið úr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka, segir líklegt að veiking krónunnar gangi eitthvað til baka næstu daga, en býst við 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans í lok mars. Slík hækkun væri í samræmi við stefnu bankans um smærri skref, auk þess sem nokkur hluti verðbólgunnar skýrist af þáttum sem bankinn sé ekki skyldugur að bregðast við svo sem hækkunum á heimsmarkaðsverði olíu. Ásgeir sér engu að síður fyrir sér að verðbólga aukist með vorinu, nálgist jafnvel sex prósent. Hann segir að á móti gengislækkuninni vegi að fasteignamarkaður sé tekinn að hægja á sér. "Þá hefur gengið áhrif á svo margt í svona litlu og opnu hagkerfi. Einkaneysla er til dæmis gríðarlega næm fyrir gengishreyfingum. Fólk eyðir miklu meira þegar gengið hækkar og dregur verulega úr neyslu þegar það lækkar. Árið 2000 var til dæmis 10 prósenta viðskiptahalli af því gengið var hátt, en svo lækkaði gengið og viðskiptahallinn hvarf á einu til tveimur árum." Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ljóst að Seðlabankinn sé í erfiðri stöðu. Um leið segist hann telja að mikil lækkun krónunnar sé að einhverju leyti yfirskot sem ganga muni eitthvað til baka. "En þær væntingar grundvallast náttúrlega á þeim viðbrögðum sem maður sér hjá Seðlabankanum um að hann muni hækka stýrivexti sína um einhverja 50 punkta í lok þessa mánaðar samhliða útgáfu Peningamála og komi þá með nokkuð harða yfirlýsingu um að hann standi við verðbólgumarkmið sitt." Ingólfur segir um leið að þær aðgerðir muni tæpast nægja til að styrkja krónuna mjög og ljóst að verðbólguhorfur séu ekki góðar. "Hún mun fara vaxandi á næstunni og gæti orðið nálægt sex prósentum í vor." Hann segir lækkun gengisins koma nokkuð snemma á hagvaxtartímabilinu og of snemma fyrir Seðlabankann svo muni um það bil ári. "Bankinn hefði viljað sjá þetta á sama tíma og vinnumarkaðurinn og hagkerfið í heild væri farið að kólna talsvert. Þá vinna aðrir hlutir í vísitölunni á móti verðbólguáhrifum gengislækkunarinnar." Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að hröð lækkun á gengi krónunnar sé óheppileg út frá verðbólgumarkmiði bankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er 30. mars og um leið útgáfudagur Peningamála, ársfjórðungsrits bankans. Uppi hafa verið vangaveltur um hvort bankinn muni hleypa í gegn verðbólgu en Arnór segir slíkt af og frá. "Það er stefna sem við höfum margvarað við í Peningamálum og ég reikna ekki með neinni breytingu í því. Að okkar mati er ekkert til sem heitir að hleypa verðbólgu í gegn. Þegar hún er komin inn í væntingar og launaþróun heldur hún áfram og fóðrar sig sjálf þar til gripið er í taumana. Það myndi ýta enn frekar undir gengislækkun ef einhver slík stefnubreyting yrði hjá Seðlabankanum." Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sérfræðingar búast við aukinni verðbólgu þegar líður á vorið. Veiking krónunnar þrýstir á um verðhækkanir auk þess sem inn koma af fullum þunga áhrif verðhækkana á olíu sem hátt gengi krónunnar hefur dregið úr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka, segir líklegt að veiking krónunnar gangi eitthvað til baka næstu daga, en býst við 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans í lok mars. Slík hækkun væri í samræmi við stefnu bankans um smærri skref, auk þess sem nokkur hluti verðbólgunnar skýrist af þáttum sem bankinn sé ekki skyldugur að bregðast við svo sem hækkunum á heimsmarkaðsverði olíu. Ásgeir sér engu að síður fyrir sér að verðbólga aukist með vorinu, nálgist jafnvel sex prósent. Hann segir að á móti gengislækkuninni vegi að fasteignamarkaður sé tekinn að hægja á sér. "Þá hefur gengið áhrif á svo margt í svona litlu og opnu hagkerfi. Einkaneysla er til dæmis gríðarlega næm fyrir gengishreyfingum. Fólk eyðir miklu meira þegar gengið hækkar og dregur verulega úr neyslu þegar það lækkar. Árið 2000 var til dæmis 10 prósenta viðskiptahalli af því gengið var hátt, en svo lækkaði gengið og viðskiptahallinn hvarf á einu til tveimur árum." Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ljóst að Seðlabankinn sé í erfiðri stöðu. Um leið segist hann telja að mikil lækkun krónunnar sé að einhverju leyti yfirskot sem ganga muni eitthvað til baka. "En þær væntingar grundvallast náttúrlega á þeim viðbrögðum sem maður sér hjá Seðlabankanum um að hann muni hækka stýrivexti sína um einhverja 50 punkta í lok þessa mánaðar samhliða útgáfu Peningamála og komi þá með nokkuð harða yfirlýsingu um að hann standi við verðbólgumarkmið sitt." Ingólfur segir um leið að þær aðgerðir muni tæpast nægja til að styrkja krónuna mjög og ljóst að verðbólguhorfur séu ekki góðar. "Hún mun fara vaxandi á næstunni og gæti orðið nálægt sex prósentum í vor." Hann segir lækkun gengisins koma nokkuð snemma á hagvaxtartímabilinu og of snemma fyrir Seðlabankann svo muni um það bil ári. "Bankinn hefði viljað sjá þetta á sama tíma og vinnumarkaðurinn og hagkerfið í heild væri farið að kólna talsvert. Þá vinna aðrir hlutir í vísitölunni á móti verðbólguáhrifum gengislækkunarinnar." Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að hröð lækkun á gengi krónunnar sé óheppileg út frá verðbólgumarkmiði bankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er 30. mars og um leið útgáfudagur Peningamála, ársfjórðungsrits bankans. Uppi hafa verið vangaveltur um hvort bankinn muni hleypa í gegn verðbólgu en Arnór segir slíkt af og frá. "Það er stefna sem við höfum margvarað við í Peningamálum og ég reikna ekki með neinni breytingu í því. Að okkar mati er ekkert til sem heitir að hleypa verðbólgu í gegn. Þegar hún er komin inn í væntingar og launaþróun heldur hún áfram og fóðrar sig sjálf þar til gripið er í taumana. Það myndi ýta enn frekar undir gengislækkun ef einhver slík stefnubreyting yrði hjá Seðlabankanum."
Innlent Viðskipti Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira