Staða Seðlabankans erfið 15. mars 2006 01:13 Sérfræðingar búast við aukinni verðbólgu þegar líður á vorið. Veiking krónunnar þrýstir á um verðhækkanir auk þess sem inn koma af fullum þunga áhrif verðhækkana á olíu sem hátt gengi krónunnar hefur dregið úr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka, segir líklegt að veiking krónunnar gangi eitthvað til baka næstu daga, en býst við 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans í lok mars. Slík hækkun væri í samræmi við stefnu bankans um smærri skref, auk þess sem nokkur hluti verðbólgunnar skýrist af þáttum sem bankinn sé ekki skyldugur að bregðast við svo sem hækkunum á heimsmarkaðsverði olíu. Ásgeir sér engu að síður fyrir sér að verðbólga aukist með vorinu, nálgist jafnvel sex prósent. Hann segir að á móti gengislækkuninni vegi að fasteignamarkaður sé tekinn að hægja á sér. "Þá hefur gengið áhrif á svo margt í svona litlu og opnu hagkerfi. Einkaneysla er til dæmis gríðarlega næm fyrir gengishreyfingum. Fólk eyðir miklu meira þegar gengið hækkar og dregur verulega úr neyslu þegar það lækkar. Árið 2000 var til dæmis 10 prósenta viðskiptahalli af því gengið var hátt, en svo lækkaði gengið og viðskiptahallinn hvarf á einu til tveimur árum." Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ljóst að Seðlabankinn sé í erfiðri stöðu. Um leið segist hann telja að mikil lækkun krónunnar sé að einhverju leyti yfirskot sem ganga muni eitthvað til baka. "En þær væntingar grundvallast náttúrlega á þeim viðbrögðum sem maður sér hjá Seðlabankanum um að hann muni hækka stýrivexti sína um einhverja 50 punkta í lok þessa mánaðar samhliða útgáfu Peningamála og komi þá með nokkuð harða yfirlýsingu um að hann standi við verðbólgumarkmið sitt." Ingólfur segir um leið að þær aðgerðir muni tæpast nægja til að styrkja krónuna mjög og ljóst að verðbólguhorfur séu ekki góðar. "Hún mun fara vaxandi á næstunni og gæti orðið nálægt sex prósentum í vor." Hann segir lækkun gengisins koma nokkuð snemma á hagvaxtartímabilinu og of snemma fyrir Seðlabankann svo muni um það bil ári. "Bankinn hefði viljað sjá þetta á sama tíma og vinnumarkaðurinn og hagkerfið í heild væri farið að kólna talsvert. Þá vinna aðrir hlutir í vísitölunni á móti verðbólguáhrifum gengislækkunarinnar." Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að hröð lækkun á gengi krónunnar sé óheppileg út frá verðbólgumarkmiði bankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er 30. mars og um leið útgáfudagur Peningamála, ársfjórðungsrits bankans. Uppi hafa verið vangaveltur um hvort bankinn muni hleypa í gegn verðbólgu en Arnór segir slíkt af og frá. "Það er stefna sem við höfum margvarað við í Peningamálum og ég reikna ekki með neinni breytingu í því. Að okkar mati er ekkert til sem heitir að hleypa verðbólgu í gegn. Þegar hún er komin inn í væntingar og launaþróun heldur hún áfram og fóðrar sig sjálf þar til gripið er í taumana. Það myndi ýta enn frekar undir gengislækkun ef einhver slík stefnubreyting yrði hjá Seðlabankanum." Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Sérfræðingar búast við aukinni verðbólgu þegar líður á vorið. Veiking krónunnar þrýstir á um verðhækkanir auk þess sem inn koma af fullum þunga áhrif verðhækkana á olíu sem hátt gengi krónunnar hefur dregið úr. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur á greiningardeild Kaupþings banka, segir líklegt að veiking krónunnar gangi eitthvað til baka næstu daga, en býst við 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabankans í lok mars. Slík hækkun væri í samræmi við stefnu bankans um smærri skref, auk þess sem nokkur hluti verðbólgunnar skýrist af þáttum sem bankinn sé ekki skyldugur að bregðast við svo sem hækkunum á heimsmarkaðsverði olíu. Ásgeir sér engu að síður fyrir sér að verðbólga aukist með vorinu, nálgist jafnvel sex prósent. Hann segir að á móti gengislækkuninni vegi að fasteignamarkaður sé tekinn að hægja á sér. "Þá hefur gengið áhrif á svo margt í svona litlu og opnu hagkerfi. Einkaneysla er til dæmis gríðarlega næm fyrir gengishreyfingum. Fólk eyðir miklu meira þegar gengið hækkar og dregur verulega úr neyslu þegar það lækkar. Árið 2000 var til dæmis 10 prósenta viðskiptahalli af því gengið var hátt, en svo lækkaði gengið og viðskiptahallinn hvarf á einu til tveimur árum." Ingólfur H. Bender, forstöðumaður greiningardeildar Glitnis, segir ljóst að Seðlabankinn sé í erfiðri stöðu. Um leið segist hann telja að mikil lækkun krónunnar sé að einhverju leyti yfirskot sem ganga muni eitthvað til baka. "En þær væntingar grundvallast náttúrlega á þeim viðbrögðum sem maður sér hjá Seðlabankanum um að hann muni hækka stýrivexti sína um einhverja 50 punkta í lok þessa mánaðar samhliða útgáfu Peningamála og komi þá með nokkuð harða yfirlýsingu um að hann standi við verðbólgumarkmið sitt." Ingólfur segir um leið að þær aðgerðir muni tæpast nægja til að styrkja krónuna mjög og ljóst að verðbólguhorfur séu ekki góðar. "Hún mun fara vaxandi á næstunni og gæti orðið nálægt sex prósentum í vor." Hann segir lækkun gengisins koma nokkuð snemma á hagvaxtartímabilinu og of snemma fyrir Seðlabankann svo muni um það bil ári. "Bankinn hefði viljað sjá þetta á sama tíma og vinnumarkaðurinn og hagkerfið í heild væri farið að kólna talsvert. Þá vinna aðrir hlutir í vísitölunni á móti verðbólguáhrifum gengislækkunarinnar." Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans segir ljóst að hröð lækkun á gengi krónunnar sé óheppileg út frá verðbólgumarkmiði bankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur bankans er 30. mars og um leið útgáfudagur Peningamála, ársfjórðungsrits bankans. Uppi hafa verið vangaveltur um hvort bankinn muni hleypa í gegn verðbólgu en Arnór segir slíkt af og frá. "Það er stefna sem við höfum margvarað við í Peningamálum og ég reikna ekki með neinni breytingu í því. Að okkar mati er ekkert til sem heitir að hleypa verðbólgu í gegn. Þegar hún er komin inn í væntingar og launaþróun heldur hún áfram og fóðrar sig sjálf þar til gripið er í taumana. Það myndi ýta enn frekar undir gengislækkun ef einhver slík stefnubreyting yrði hjá Seðlabankanum."
Innlent Viðskipti Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira