Hækkun íbúðaverðs eykur greiðslubyrði 11. júlí 2006 07:30 Guðlaugur Stefánsson Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Verðhækkun fasteigna hefur leitt til mun meiri hækkunar á greiðslubyrði íbúðalána heldur en vaxtahækkunin. Þetta sýna útreikningar sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Borin eru saman kaup á 85 fermetra, þriggja herbergja íbúð í Grafarholti. Í öðru tilvikinu var íbúðin keypt í maí 2006 og var greiðslubyrði af sextán milljóna króna láni með 4,95 prósenta vöxtum tæpar 77 þúsund krónur á mánuði. Ef íbúðin hefði verið keypt í nóvember 2004 og tekið áttatíu prósenta lán upp á rúmar 11,5 milljónir króna með 4,15 prósenta vöxtum hefði greiðslubyrðin verið tæpar fimmtíu þúsund krónur. Þarna munar því rúmum 27 þúsund krónum, þar af eru ríflega 21 þúsund krónur vegna verðhækkunarinnar og aðeins tæpar sex þúsund krónur vegna vaxtahækkunar. „Fyrir unga fólkið, sem er að kaupa íbúð í fyrsta sinn, skiptir öllu máli að fasteignaverðið hætti að hækka og helst að það lækki,“ segir Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins. „Það getur verið skynsamlegt fyrir fólk að fresta því að festa kaup á sinni fyrstu íbúð meðan verðið er svona hátt. Ástæðan fyrir aukinni greiðslubyrði er þetta háa fasteignaverð en ekki svo mjög hækkandi vaxtabyrði. Vaxtabyrðin vegur í rauninni fremur létt eins og útreikningarnir sýna. Ef það væri vaxtabyrðin sem yki greiðslubyrðina þá fengi fólk það að hluta til bætt í vaxtabótum, en það er ekki í raunin í þessu tilviki.“ Guðlaugur telur hugsanlegt að fasteignaverð fari lækkandi og telur það eðlilegt en segir ekki æskilegt að það verði neinar „kollsteypur þarna frekar en annars staðar. Það liggur ljóst fyrir að verðið hefur hækkað töluvert umfram framleiðslukostnað. Það er mikið framboð af nýju húsnæði á markaðnum en upplýsingar benda til að það sé einhver sölutregða að verða og ekki er ólíklegt að það komi til einhverrar lækkunar. Fyrir þá sem ekki eiga húsnæði fyrir skiptir það máli.“ Guðlaugur bendir á að þróunin hafi sýnt að það hafi stundum orðið allt að þrjátíu til fjörutíu prósenta verðhækkun á ári og segir ekki óeðlilegt að það gangi að einhverju leyti til baka. Fasteignaverð hafi hækkað það mikið og langt umfram verðlag ef litið sé mörg ár aftur í tímann.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira