Molar 12. júlí 2006 04:00 Ekki hætt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Guðni fór með sigur af hólmi og það með nokkrum yfirburðum, hlaut 63 prósent atkvæða en Jónína fékk um 30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með fimm prósent atkvæða. Eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir sagðist Jónína líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfirlýsingu og bætti við að hún væri ekki hætt. Eru það orð að sönnu því nú, fimm árum síðar, er Jónína aftur komin í framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Raunar var lengi talið að Jónína hefði hug á að verða formaður flokksins en hún styður Jón Sigurðsson til þess starfa. Upphafið Eins og gengur birtist löng grein í Morgunblaðinu eftir flokksþing Framsóknar 2001. Greint var frá niðurstöðum kosninga, þeim ályktunum sem samþykktar voru og rætt við Halldór Ásgrímsson formann sem var hinn hróðugasti eftir þingið og sagði það hið glæsilegasta síðan hann tók við formennsku. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmaður Framsóknarflokksins og má vera að dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif á hann að hann langaði að slást í hóp framsóknarmanna. Aðdáun Andrés Magnússon blaðamaður skrifar um skrif Björns Bjarnasonar um skrif Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blaðinu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar, einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga á tónlist og þykir hann vita sínu viti þegar kemur að sögu, stíl og stefnum í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en læðist nú upp á yfirborðið. Það er í það minnsta skýring heimildarmanna á þessari meinlausu og skemmtilegu hugsanavillu Andrésar. Mönnum ber þó ekki saman um hvort Drýsill eða Módel höfði betur til Andrésar. Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ekki hætt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Guðni fór með sigur af hólmi og það með nokkrum yfirburðum, hlaut 63 prósent atkvæða en Jónína fékk um 30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með fimm prósent atkvæða. Eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir sagðist Jónína líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfirlýsingu og bætti við að hún væri ekki hætt. Eru það orð að sönnu því nú, fimm árum síðar, er Jónína aftur komin í framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Raunar var lengi talið að Jónína hefði hug á að verða formaður flokksins en hún styður Jón Sigurðsson til þess starfa. Upphafið Eins og gengur birtist löng grein í Morgunblaðinu eftir flokksþing Framsóknar 2001. Greint var frá niðurstöðum kosninga, þeim ályktunum sem samþykktar voru og rætt við Halldór Ásgrímsson formann sem var hinn hróðugasti eftir þingið og sagði það hið glæsilegasta síðan hann tók við formennsku. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmaður Framsóknarflokksins og má vera að dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif á hann að hann langaði að slást í hóp framsóknarmanna. Aðdáun Andrés Magnússon blaðamaður skrifar um skrif Björns Bjarnasonar um skrif Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blaðinu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar, einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga á tónlist og þykir hann vita sínu viti þegar kemur að sögu, stíl og stefnum í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en læðist nú upp á yfirborðið. Það er í það minnsta skýring heimildarmanna á þessari meinlausu og skemmtilegu hugsanavillu Andrésar. Mönnum ber þó ekki saman um hvort Drýsill eða Módel höfði betur til Andrésar.
Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira