Molar 12. júlí 2006 04:00 Ekki hætt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Guðni fór með sigur af hólmi og það með nokkrum yfirburðum, hlaut 63 prósent atkvæða en Jónína fékk um 30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með fimm prósent atkvæða. Eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir sagðist Jónína líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfirlýsingu og bætti við að hún væri ekki hætt. Eru það orð að sönnu því nú, fimm árum síðar, er Jónína aftur komin í framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Raunar var lengi talið að Jónína hefði hug á að verða formaður flokksins en hún styður Jón Sigurðsson til þess starfa. Upphafið Eins og gengur birtist löng grein í Morgunblaðinu eftir flokksþing Framsóknar 2001. Greint var frá niðurstöðum kosninga, þeim ályktunum sem samþykktar voru og rætt við Halldór Ásgrímsson formann sem var hinn hróðugasti eftir þingið og sagði það hið glæsilegasta síðan hann tók við formennsku. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmaður Framsóknarflokksins og má vera að dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif á hann að hann langaði að slást í hóp framsóknarmanna. Aðdáun Andrés Magnússon blaðamaður skrifar um skrif Björns Bjarnasonar um skrif Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blaðinu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar, einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga á tónlist og þykir hann vita sínu viti þegar kemur að sögu, stíl og stefnum í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en læðist nú upp á yfirborðið. Það er í það minnsta skýring heimildarmanna á þessari meinlausu og skemmtilegu hugsanavillu Andrésar. Mönnum ber þó ekki saman um hvort Drýsill eða Módel höfði betur til Andrésar. Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Ekki hætt Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra sækist nú eftir varaformannsembætti Framsóknarflokksins öðru sinni. Á útmánuðum 2001 gaf hún kost á sér í embættið en þá var flokksþing haldið á Hótel Sögu. Tveir aðrir voru í framboði, Guðni Ágústsson og Ólafur Örn Haraldsson. Guðni fór með sigur af hólmi og það með nokkrum yfirburðum, hlaut 63 prósent atkvæða en Jónína fékk um 30 prósent. Ólafur Örn rak lestina með fimm prósent atkvæða. Eftir að niðurstöðurnar lágu ljósar fyrir sagðist Jónína líta á úrslitin sem ákveðna traustsyfirlýsingu og bætti við að hún væri ekki hætt. Eru það orð að sönnu því nú, fimm árum síðar, er Jónína aftur komin í framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Raunar var lengi talið að Jónína hefði hug á að verða formaður flokksins en hún styður Jón Sigurðsson til þess starfa. Upphafið Eins og gengur birtist löng grein í Morgunblaðinu eftir flokksþing Framsóknar 2001. Greint var frá niðurstöðum kosninga, þeim ályktunum sem samþykktar voru og rætt við Halldór Ásgrímsson formann sem var hinn hróðugasti eftir þingið og sagði það hið glæsilegasta síðan hann tók við formennsku. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði greinina en hann var þá blaðamaður á Morgunblaðinu og skrifaði þar einkum um stjórnmál. Tæpu ári síðar var Björn Ingi orðinn starfsmaður Framsóknarflokksins og má vera að dvölin á flokksþinginu hafi haft þau áhrif á hann að hann langaði að slást í hóp framsóknarmanna. Aðdáun Andrés Magnússon blaðamaður skrifar um skrif Björns Bjarnasonar um skrif Ólafs Ragnars Grímssonar í pistli í Blaðinu í gær. Víkur sögunni að Flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli sem Andrés kallar, einhverra hluta vegna, Flugstöð Eiríks Haukssonar. Andrés er kunnur af áhuga á tónlist og þykir hann vita sínu viti þegar kemur að sögu, stíl og stefnum í þeim efnum. Aðdáun hans á Eiríki Haukssyni hefur þó farið heldur lágt en læðist nú upp á yfirborðið. Það er í það minnsta skýring heimildarmanna á þessari meinlausu og skemmtilegu hugsanavillu Andrésar. Mönnum ber þó ekki saman um hvort Drýsill eða Módel höfði betur til Andrésar.
Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira