Framboð Jónínu kom Guðna á óvart 12. júlí 2006 03:30 Guðni Ágústsson segir Jónínu Bjartmarz hafa hringt í sig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnt sér að hún væri á leið í Kastljós að lýsa yfir framboði til embættis varaformanns Framsóknarflokksins. Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur. Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Yfirlýsing Jónínu Bjartmarz um framboð til embættis varaformanns Framsóknarflokksins í fyrrakvöld kom Guðna Ágústssyni varaformanni í opna skjöldu. Það kemur mér á óvart að Jónína skuli gera þetta með þessum hraða í ljósi þess að fyrir liggur samkvæmt könnunum og mælingum Gallup að ég hef gríðarlega sterka stöðu í flokknum og sem ráðherra, sagði Guðni í samtali við Fréttablaðið í gær. Yfirlýsing Jónínu leysti úr læðingi bylgju áskorana til Guðna um að sækjast eftir formannsembættinu, til dæmis hvatti Kristinn H. Gunnarsson þingmaður hann til framboðs í fréttum Útvarps í gær og í samtali við Fréttablaðið sögðust fjölmargir flokksmenn sama sinnis. Guðni viðurkennir fúslega að hafa heyrt frá fólki hvaðanæva að af landinu en segist ekki ráðinn enn. Ég þarf að gera þetta upp við mig og yfirlýsing Jónínu herðir á mér, flokksmenn bíða eftir ákvörðun minni. Guðni segist standa frammi fyrir þremur kostum. Að sækjast eftir formannsembættinu, bjóða sig fram til áframhaldandi setu í varaformannsstóli eða stíga til hliðar og gefa öðrum stjórn flokksins eftir. Um þetta eru skiptar skoðanir, margir leggja hart að mér að gefa kost á mér til formennsku en framsóknarmenn margir vilja frið og sameiginlega niðurstöðu. Þetta þarf ég að meta með fjölskyldunni og mínum bestu mönnum. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur einn lýst yfir framboði til formannsembættisins og Haukur Logi Karlsson, fyrrverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, hefur einn lýst yfir framboði til embættis ritara. Þótt aðferðir Jónínu Bjartmarz við að lýsa yfir framboði hafi komið Guðna á óvart gerir hann ekki athugasemdir við þær. Hún hringdi í mig fimm mínútum fyrir sjö og tilkynnti að hún væri að fara í Kastljós til að lýsa yfir framboði. Það er hennar val. Lýðræðið er mikilvægt og stundum þarf að gera upp á milli manna. En þetta kom á óvart. Hún var fljót að ákveða sig miðað við mína stöðu. Guðni Ágústsson hefur verið varaformaður Framsóknarflokksins í fimm ár og ráðherra í sjö ár. Hann segir það hafa verið gæfu sína í flokknum og samfélaginu að tiltölulega góð sátt hafi ríkt um störf hans. Fyrir það sé hann þakklátur.
Innlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira