Sláandi áhrif atvinnuleysis 12. júlí 2006 07:30 Kunningsskapur virðist vega þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf. Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent. Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Sláandi er hversu fljótt atvinnuleysi hefur áhrif á fólk, að sögn Elínar Valgerðar Margrétardóttur sem hefur gert rannsókn á úrræðum á vinnumarkaði fyrir atvinnulausa. Í rannsókninni tók Elín viðtöl við einstaklinga sem höfðu verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur og sóttu allir þjónustu Svæðisvinnumiðlunar höfuðborgarsvæðisins. „Sex mánuðir án atvinnu er skilgreint sem langtímaatvinnuleysi en það ætti að skilgreina eftir styttri tíma. Atvinnuleysi hefur fljótt áhrif á sjálfstraust fólks og eftir nokkurn tíma hætta þessir einstaklingar gjarnan markvissri atvinnuleit og eingangrast félagslega.“ Elín talaði einnig við einstaklinga á vinnumarkaði sem höfðu reynslu af starfsmannaráðningum. Þeir sem Elín talaði við sögðu kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst mikið og að vinnumarkaðurinn krefðist mannlegra eiginleika sem ekki væri hægt að læra á námskeiði. „Þetta eru þættir eins og samskiptahæfni, áreiðanleiki, kurteisi, drifkraftur, sveigjanleiki og samvinna.“ Elín sagði að einn starfsmannastjórinn sem hún ræddi við hefði ekki leitað eftir starfskrafti hjá Vinnumiðlun og segir hún þetta hugsanlega endurspegla hið neikvæða viðhorf sem ríki til Vinnumiðlunar. „Út frá þessu má ætla að Svæðisvinnumiðlun Reykjavíkur þurfi að endurskilgreina hlutverk sitt og styðja við starfsfólk sitt til að það geti aðstoðað atvinnulaust fólk út á hinn fjölbreytta vinnumarkað.“ Elín segir að út frá rannsókninni megi draga þá ályktun að Vinnumiðlun sé ekki að skila tilætluðum árangri þegar kemur að því að útvega fólki störf, og að enginn viðmælenda hennar hefði fengið vinnu í gegnum Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins og þekktu heldur engan sem höfðu fengið vinnu þar til framtíðar. „Þá töluðu margir um að kunningsskapur vegi þyngra en vinnumiðlun þegar ráðið er í störf.“ Elín segir Svæðisvinnumiðlun höfuðborgarsvæðisins vera með verkamannastörf og lágláunastörf á sinni könnu en sinni ekki háskólamenntuðum einstaklingum sem skyldi. Elín segir marga viðmælendur hennar hafa kvartað yfir því að ráðgjafahlutverk Svæðisvinnumiðlunar væri ábótavant og að þar skorti mannlegan stuðning. Elín segir fulltrúa Vinnumálastofnunar hafa viðurkennt að ráðgjafahlutverki Svæðisvinnumiðlunar væri ekki nægjanlega vel sinnt. Í maí var atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu 1,2 prósent.
Innlent Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira