Önnin kostar 236 þúsund 25. júlí 2006 07:15 Einungis lítill hópur nemenda við skólann er ósáttur við hækkanir skólagjalda. Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur. Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur.
Innlent Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira