Féll marga metra af gaffli lyftara og lést 26. júlí 2006 07:00 Hellisheiðarvirkjun Mennirnir eru starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, og þegar slysið varð voru þeir við vinnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur. Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira
Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um hálf níu leytið í gærkvöld um að alvarlegt vinnuslys hefði orðið þegar lyftari með skotbómu valt og þegar lögregla kom á vettvang var einn maður látinn, franskur maður á fimmtugsaldri, en stjórnandi lyftarans með minniháttar áverka. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi og Vinnueftirlitinu voru mennirnir tveir að vinna í brekku við tengivirki stöðvarhússins og stóð annar þeirra á vörubretti framan á gaffli lyftarans í um sjö til níu metra hæð. Sá hafði beðið stjórnanda lyftarans að færa hann til en við það seig jarðvegur undir lyftaranum með þeim afleiðingum að lyftarinn valt á hliðina. Maðurinn sem á vörubrettinu stóð féll til jarðar og hlaut alvarlega höfuðáverka sem síðan drógu hann hann til dauða. Stjórnandi lyftarans var fluttur á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Mennirnir, báðir starfsmenn Areva, erlends undirverktaka Landsnets, unnu við uppsetningu háspennubúnaðar sem flytja á rafmagn úr Hellisheiðarvirkjun. Lúðvík B. Ögmundsson, öryggisstjóri Landsnets, segir starfsmenn Landsnets slegna. "Við tökum þetta mjög nærri okkur. Við munum skoða þetta eins og við mögulega getum og reyna að komast að því nákvæmlega hvernig þetta gerðist og hvað væri hægt að gera til betrunar." Hann segir öryggisreglur Landsnets mjög skýrar og að mjög skýrt sé kveðið á um þær í öllum útboðsgögnum. Vinnueftirlit ríkisins hefur annast rannsókn málsins ásamt Lögreglunni á Selfossi og segir Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins, að frumrannsókn bendi til þess að ýmsar reglur hafi verið brotnar. "Okkar fyrsta niðurstaða sýnir það að þarna var augljóslega verið að vinna með mjög áhættusömum hætti. Það er alveg ljóst að það er algjörlega óheimilt að lyfta mönnum upp í svona tæki nema gera tryggar ráðstafanir, til dæmis að menn séu í til þess gerðum mannkörfum. Þarna var öryggisráðstöfunum ekki fylgt eftir og vinnan við verkið hefur verið stöðvuð þar til úr því hefur verið bætt," segir Eyjólfur.
Innlent Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Sjá meira