Verkfræðingar Alcoa hefja rannsóknir 27. júlí 2006 06:00 Erna Indriðadóttir Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr. Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Landsvirkjun og Alcoa vinna nú að rannsóknum í tengslum við mögulegt álver á Húsavík, en ferlið er tímafrekt og ekki komið langt á leið. Áður en ákvörðun er tekin um byggingu álvers þarf til að mynda að huga að skipulagi, umhverfismati, jarðsvæðaathugunum, öryggi og orkumálum. Upphaflega stóð valið á milli þriggja staða; Brimnesi í Skagafirði, Bakka við Húsavík og Dysnesi við Eyjafjörð, en Húsavík varð að lokum fyrir valinu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær kynnti Landsvirkjun á dögunum tilboð sem barst í borun þriggja könnunarborhola. Þeim er ætlað að kortleggja grunnvatnsstrauma og gefa upplýsingar um jarðfræði á svæðinu í kringum Húsavík. Hugmyndir eru uppi um að stækka virkjanir Landsvirkjunar í Kröflu og í Bjarnarflagi og einnig um að byggja virkjun á Þeistareykjum, en rannsóknirnar tengjast viðræðum við Alcoa um álver á Húsavík. „Þetta er bara einn af mörgum liðum í undirbúningi á virkjunum á þessu svæði,“ segir Bjarni Pálsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. „Eftir að þeim rannsóknum lýkur fer í gang ferli sem felst meðal annars í hönnun, öflun leyfa, skipulagsmálum og umhverfismati.“ Verkfræðingar á vegum Alcoa hafa einnig hafið rannsóknir, en þær snúa að því hvort hagkvæmt sé að reisa 250.000 tonna álver á Húsavík. Að sögn Ernu Indriðadóttur, upplýsingafulltrúa Alcoa á Íslandi, eru þær rannsóknir á byrjunarstigi og munu taka að minnsta kosti eitt til tvö ár. „Það er langt í að þessum rannsóknum ljúki. Það þarf til dæmis að athuga jarðsvæði, meta hættu vegna náttúruhamfara, skoða mögulega flutninga og hvort hægt sé að stækka höfnina. Svo er auðvitað sjálf orkan, en það verður ekkert álver reist án þess að næg orka fáist á viðunandi verði.“ Erna segir kannanir benda til þess að álverið muni skapa milli fimm og sjö hundruð störf á Norðurlandi verði það reist, en uppbygging á Austurlandi vegna álversins á Reyðarfirði hefur verið mikil. Verði ákveðið að byggja álver á Húsavík má búast við að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi um 2010, en hugsanlega er hægt að hefja framkvæmdir fyrr.
Innlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira