Tíu sérsveitarmenn verða ráðnir í haust 28. júlí 2006 07:00 Sérsveitin á æfingu Helsta skýringin á auknum rekstrarkostnaði embættis Ríkislögreglustjóra er fjölgun sérsveitarmanna og kaup á búnaði fyrir sveitina. MYND/Valli Rekstrarkostnaður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján prósent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri ársskýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheimilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krónum árið 2004 en jukust um 57 prósent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukningin í einstökum gjaldalið hjá embættinu. Helsta skýring þessarar aukningar felst í fjölgun sérsveitarmanna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkjum að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust. Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstrarkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinnar á samningum um umferðareftirlit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er langstærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er að meðaltali með tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Noregi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfellingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu prósentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, ýmiss konar uppbyggingarstarfsemi, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjónustu við borgara. Fjallað er um uppbyggingu og starfrækslu almannavarnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta. Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Rekstrarkostnaður embættis ríkislögreglustjóra á árinu 2005 jókst um sautján prósent frá árinu á undan, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri í nýrri ársskýrslu embættisins sem kom út í gær. Er það samt innan fjárheimilda embættisins. Kostnaður jókst milli áranna í öllum tilteknum gjaldaliðum, að ferðum og fundum undanskildum. Eignakaup námu 16.292.000 krónum árið 2004 en jukust um 57 prósent á milli ára og voru 37.723.000 árið 2005. Er þetta langmesta aukningin í einstökum gjaldalið hjá embættinu. Helsta skýring þessarar aukningar felst í fjölgun sérsveitarmanna og kaupum á búnaði fyrir þá, að sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra. Inni í eignakaupum voru fjórtán milljónir sérstaklega eyrnamerktar sérsveitinni, sem er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar sem var samþykkt í fjárlögum árin 2005 og 2006, undir þeim formerkjum að efla þyrfti innri öryggismál. Sérsveitin verður stækkuð úr 21 manni í 52 menn og ennþá vantar í tíu stöðugildi sem væntanlega verða fyllt í haust. Að jafnaði fara fimmtán milljónir í tækjabúnað fyrir lögreglu á hverju ári að sögn Jóns en keypt er inn fyrir allt landið. Önnur skýring á auknum rekstrarkostnaði er sú mikla lækkun sem varð á sértekjum. Árið 2004 voru þær 33.864.000 en drógust saman um 44 prósent milli ára og voru aðeins 15.546.000 árið 2005. Ástæða þess að þær drógust svona mikið saman er uppsögn Vegagerðarinnar á samningum um umferðareftirlit sem skerðir sértekjurnar um 25 milljónir að sögn Jóns. Launakostnaður, sem er langstærsti gjaldaliður embættisins, jókst um fjórtán prósent milli áranna, úr 567.190.000 í 657.038.000. Við samanburð á efnahagsbrotadeild embættisins og sambærilegum stofnunum á Norðurlöndunum kemur meðal annars fram að hver starfsmaður hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra er að meðaltali með tvöfalt fleiri viðfangsefni á hverjum tíma en starfsmenn hjá sambærilegum deildum í Noregi og Svíþjóð. Hlutfall ákæra í málum sem enduðu með sakfellingu árið 2005 er hæst á Íslandi, eða 97 prósent á móti níutíu prósentum hjá Svíum og 73 prósentum í Noregi. Í skýrslunni er jafnframt fjallað um siðferði og starfsumhverfi lögreglu, ýmiss konar uppbyggingarstarfsemi, innra eftirlit með starfsemi lögreglu og innri skoðun embættisins, útgáfustarfsemi og aðgerðir til að bæta öryggi og þjónustu við borgara. Fjallað er um uppbyggingu og starfrækslu almannavarnardeildar embættisins, sem tók við eftir að Almannavarnir ríkisins voru lagðar niður. Fram kemur hve umfangsmikil ýmis útgáfustarfsemi er orðin hjá embættinu, bæði í formi almennra kynningarrita og niðurstaðna rannsókna og úttekta.
Innlent Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira