Landsvirkjun sögð raska Eyjabökkum 28. júlí 2006 07:30 Sigurður Arnalds Framkvæmdir Á Eyjabökkum er verið að reisa Ufsarstíflu, sem samkvæmt umhverfismati á að vera 32 metrar á hæð en er í raun fimm metrum hærri, segir Bjarki Bragason, einn talsmanna samtakanna Íslandsvina. Fyrir vikið verði uppistöðulónið mun stærra að flatarmáli en greint hefur verið frá. Þessu hafnar Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Við undirbúning framkvæmdanna var áætlað hve þykkt væri á fast en þetta hafði þá lítið verið rannsakað. Svo kom í ljós að lægsti punktur berggrunnsins er lægri en við töldum. Stíflan er enn jafn marga metra yfir sjávarmáli og miðlunarlónið því óbreytt. Bjarki segir einnig að fossaraðir í Jökulsá á Fljótsdal muni þurrkast upp, en nokkrir tilkomumiklir fossar eru í fljótinu. Það er verið að stífla ána og stöðva framgang hennar í sínum farvegi. Því hafnar Sigurður en viðurkennir að framkvæmdirnar hafi áhrif. Fyrri hluta sumars verður skert rennsli á fossunum en flest ár er rennslið eðlilegt síðari hluta sumars. Við skerðum því fullt rennsli á þá en það er rangtúlkun og ofsagt að við séum að þurrka upp fossa. Eyjabakkar eru í hættu, stóð á borða mótmælenda á miðvikudag á veginum upp að Hraunaveitu, norðan Eyjabakka. Bjarki segir greinilegt að ekki hafi verið hlustað á þá 45 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir tillögu þess efnis að vernda bæri Eyjabakka þó almennt hald manna sé að svæðinu hafi verið þyrmt. Umræðunni er beint frá þessum minni framkvæmdum, sem þó eru gríðarlega umfangsmiklar þegar þær eru skoðaðar. Sigurður Arnalds hafnar þessum ásökunum. Hann segir framkvæmt í takt við umhverfismatið frá árinu 2000 og öllum hafi mátt ljóst vera í hvað stefndi. Öll mannvirki séu talsvert langt frá Eyjabökkum og þeim og lífríkinu í engu raskað. Vilji þeirra sem mótmæltu lóni á Eyjabökkum var virtur. Ekkert nýtt hefur komið fram og ef þetta kemur flatt upp á mótmælendur eru þeir einfaldega ekki nógu vel heima í þessu, segir Sigurður. Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Framkvæmdir Á Eyjabökkum er verið að reisa Ufsarstíflu, sem samkvæmt umhverfismati á að vera 32 metrar á hæð en er í raun fimm metrum hærri, segir Bjarki Bragason, einn talsmanna samtakanna Íslandsvina. Fyrir vikið verði uppistöðulónið mun stærra að flatarmáli en greint hefur verið frá. Þessu hafnar Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar fyrir Kárahnjúkavirkjun. Við undirbúning framkvæmdanna var áætlað hve þykkt væri á fast en þetta hafði þá lítið verið rannsakað. Svo kom í ljós að lægsti punktur berggrunnsins er lægri en við töldum. Stíflan er enn jafn marga metra yfir sjávarmáli og miðlunarlónið því óbreytt. Bjarki segir einnig að fossaraðir í Jökulsá á Fljótsdal muni þurrkast upp, en nokkrir tilkomumiklir fossar eru í fljótinu. Það er verið að stífla ána og stöðva framgang hennar í sínum farvegi. Því hafnar Sigurður en viðurkennir að framkvæmdirnar hafi áhrif. Fyrri hluta sumars verður skert rennsli á fossunum en flest ár er rennslið eðlilegt síðari hluta sumars. Við skerðum því fullt rennsli á þá en það er rangtúlkun og ofsagt að við séum að þurrka upp fossa. Eyjabakkar eru í hættu, stóð á borða mótmælenda á miðvikudag á veginum upp að Hraunaveitu, norðan Eyjabakka. Bjarki segir greinilegt að ekki hafi verið hlustað á þá 45 þúsund Íslendinga sem skrifuðu undir tillögu þess efnis að vernda bæri Eyjabakka þó almennt hald manna sé að svæðinu hafi verið þyrmt. Umræðunni er beint frá þessum minni framkvæmdum, sem þó eru gríðarlega umfangsmiklar þegar þær eru skoðaðar. Sigurður Arnalds hafnar þessum ásökunum. Hann segir framkvæmt í takt við umhverfismatið frá árinu 2000 og öllum hafi mátt ljóst vera í hvað stefndi. Öll mannvirki séu talsvert langt frá Eyjabökkum og þeim og lífríkinu í engu raskað. Vilji þeirra sem mótmæltu lóni á Eyjabökkum var virtur. Ekkert nýtt hefur komið fram og ef þetta kemur flatt upp á mótmælendur eru þeir einfaldega ekki nógu vel heima í þessu, segir Sigurður.
Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira