Jonathan Motzfeldt, formaður grænlenska landsþingsins, er kominn til meðvitundar og hefur verið fluttur af gjörgæsludeild Landspítalans, þar sem hann hefur legið meðvitundarlaus í öndunarvél undanfarna daga. Motzfeldt var greindur með lungnabólgu og nýrnabilun vegna bakteríusýkingar.
Alma Möller, yfirlæknir á gjörgæsludeild, segir Motzfeldt hafa verið tekinn úr öndunarvél á þriðjudag og útskrifaðan af gjörgæslu í gær. Alma segir Motzfeldt nú liggja á nýrnadeild Landspítalans og að líðan hans sé eftir atvikum góð.