Sakaðir um blekkingarleik 29. júlí 2006 08:30 Fetaostar fyrirtækjanna Fetaostur Osta- og smjörsölunnar er í miðjunni en fetaostur Mjólku er á endunum. Osta- og smjörsalan segir Mjólku herma eftir umbúðum sínum. Osta- og smjörsalan hefur sakað Mjólku um að herma eftir umbúðum fetaosts fyrirtækisins og krefst þess að Mjólka hætti sölu síns fetaosts án tafar. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýverið hafi Mjólka byrjað að nota sexhyrndar krukkur með hvítu loki undir sinn fetaost, sem heitir Feti, en fetaostur Osta- og smjörsölunnar hafi verið seldur í þannig krukkum í mörg ár. Einnig séu umbúðir fetaosts Mjólku sláandi líkar umbúðunum sem notaðar eru undir fetaost Osta- og smjörsölunnar. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, segir að tilgangur Mjólku sé að rugla neytendur í ríminu. Ólafur Magnússon, forstjóri Mjólku, þvertekur fyrir að um eftirlíkingu sé að ræða. „Við erum stoltir af okkar vörumerki og merkjum krukkurnar vel með merki Mjólku. Það að fetaostur sé seldur í sexhyrndum krukkum er ekkert nýmæli enda er það komið frá Grikkjum, sem eiga nafnið feta. Okkar vörumerki, Feti, er lögverndað, sem er annað en Osta- og smjörsalan getur sagt.“ Hann segir þessa kröfu enn eina tilraun Osta- og smjörsölunnar til að drepa samkeppni með öllum tiltækum ráðum. Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Osta- og smjörsalan hefur sakað Mjólku um að herma eftir umbúðum fetaosts fyrirtækisins og krefst þess að Mjólka hætti sölu síns fetaosts án tafar. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýverið hafi Mjólka byrjað að nota sexhyrndar krukkur með hvítu loki undir sinn fetaost, sem heitir Feti, en fetaostur Osta- og smjörsölunnar hafi verið seldur í þannig krukkum í mörg ár. Einnig séu umbúðir fetaosts Mjólku sláandi líkar umbúðunum sem notaðar eru undir fetaost Osta- og smjörsölunnar. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, segir að tilgangur Mjólku sé að rugla neytendur í ríminu. Ólafur Magnússon, forstjóri Mjólku, þvertekur fyrir að um eftirlíkingu sé að ræða. „Við erum stoltir af okkar vörumerki og merkjum krukkurnar vel með merki Mjólku. Það að fetaostur sé seldur í sexhyrndum krukkum er ekkert nýmæli enda er það komið frá Grikkjum, sem eiga nafnið feta. Okkar vörumerki, Feti, er lögverndað, sem er annað en Osta- og smjörsalan getur sagt.“ Hann segir þessa kröfu enn eina tilraun Osta- og smjörsölunnar til að drepa samkeppni með öllum tiltækum ráðum.
Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira