Skattgreiðendur sjö þúsund fleiri en 2005 29. júlí 2006 09:00 Reyndu að hindra aðgengi að skattskrám Forystumenn Sambands ungra sjálfstæðismanna, þeir Ýmir Örn Finnbogason og Borgar Þór Einarsson, mættu á skrifstofu Skattstjórans í Reykjavík í gær og reyndu að koma í veg fyrir aðgengi almennings að skattskránum. Framteljendum á Íslandi fjölgaði meira á síðasta ári en dæmi eru um áður. Fjölgunin frá árinu á undan nam 6.900 manns og stafar hún fyrst og fremst af auknum fjölda útlendinga sem eru hér við störf. Heildarfjöldi framteljenda að þessu sinni er 241.344 og greiða þeir samtals 163,5 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Er það 13 prósenta hækkun frá fyrra ári. Frá þessari upphæð dragast síðan tæpir átta milljarðar króna sem koma til útborgunar um mánaðamótin í formi vaxta- og barnabóta auk ofgreiddrar staðgreiðslu og fyrirframgreiddra skatta af tekjum síðasta árs. Greitt útsvar til sveitarfélaga á síðasta ári nam alls 77,7 milljörðum króna og hækkar um 12,5 af hundraði frá árinu á undan. Útsvarsgreiðendur eru samtals 234.171 og álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um níu prósent frá ári til árs. Reykvíkingar og Reyknesingar greiða hæstu meðalálagninguna en lægst er hún á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Þannig koma sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingunum að þessu sinni frá Reykjavík, tveir úr skattaumdæmi Reykjaness og einn af Suðurlandi. Arngrímur Jóhannsson, sem lengst af hefur verið kenndur við flugfélagið Atlanta, er skattakóngur ársins með ríflega 170 milljónir króna í heildargjöld. Næstur honum kemur Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með liðlega 160 milljónir og Aðalsteinn Karlsson, sem heildverslun A. Karlsson er kennd við, er þriðji með tæpar 133 milljónir króna í heildargjöld. Eins og venja er liggja álagningaskrár frammi hjá embættum skattstjóra um allt land í tvær vikur eða til 11. ágúst næstkomandi að þessu sinni. Misjöfn ánægja er með þessa ráðstöfun, þannig reyndu ungir sjálfstæðismenn að hindra aðgengi almennings að skattskrám í Reykjavík í gær. Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Framteljendum á Íslandi fjölgaði meira á síðasta ári en dæmi eru um áður. Fjölgunin frá árinu á undan nam 6.900 manns og stafar hún fyrst og fremst af auknum fjölda útlendinga sem eru hér við störf. Heildarfjöldi framteljenda að þessu sinni er 241.344 og greiða þeir samtals 163,5 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar. Er það 13 prósenta hækkun frá fyrra ári. Frá þessari upphæð dragast síðan tæpir átta milljarðar króna sem koma til útborgunar um mánaðamótin í formi vaxta- og barnabóta auk ofgreiddrar staðgreiðslu og fyrirframgreiddra skatta af tekjum síðasta árs. Greitt útsvar til sveitarfélaga á síðasta ári nam alls 77,7 milljörðum króna og hækkar um 12,5 af hundraði frá árinu á undan. Útsvarsgreiðendur eru samtals 234.171 og álagt útsvar á hvern gjaldanda hækkar um níu prósent frá ári til árs. Reykvíkingar og Reyknesingar greiða hæstu meðalálagninguna en lægst er hún á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Þannig koma sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingunum að þessu sinni frá Reykjavík, tveir úr skattaumdæmi Reykjaness og einn af Suðurlandi. Arngrímur Jóhannsson, sem lengst af hefur verið kenndur við flugfélagið Atlanta, er skattakóngur ársins með ríflega 170 milljónir króna í heildargjöld. Næstur honum kemur Ármann Ármannsson, útgerðarmaður í Reykjavík, með liðlega 160 milljónir og Aðalsteinn Karlsson, sem heildverslun A. Karlsson er kennd við, er þriðji með tæpar 133 milljónir króna í heildargjöld. Eins og venja er liggja álagningaskrár frammi hjá embættum skattstjóra um allt land í tvær vikur eða til 11. ágúst næstkomandi að þessu sinni. Misjöfn ánægja er með þessa ráðstöfun, þannig reyndu ungir sjálfstæðismenn að hindra aðgengi almennings að skattskrám í Reykjavík í gær.
Innlent Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira