Sjálfsagt að skoða tillögur 11. ágúst 2006 07:00 Laxárvirkjun Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir aðstæður til orkuframleiðslu hér á landi sérstakar vegna smæðar samfélagsins og fjarlægðar frá öðrum löndum. Erfitt sé um virka samkeppni. „Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram. Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
„Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram.
Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent