Rektor segir löngu tímabært að lengja kennaranám 14. ágúst 2006 07:45 ólafur proppé Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir löngu tímabært að lengja nám grunn- og leikskólakennara til samræmis við það sem gengur og gerist í Evrópu. Þar er lengd kennaranáms grunnskólakennara fjögur til fimm ár í stað þriggja hér. „Umræðan um lengingu kennaranáms er ekki ný af nálinni og árið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu námsins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að nýrri kennsluskrá en nokkrum árum síðar var lenging námsins numin úr lögum.“ Ólafur segir ljóst að staða og virðing kennara haldist í hendur við menntun þeirra. Ólafur er ánægður með nýútkomna skýrslu OECD og segir hana draga fram mikilvægi menntamála. „Með skýrslunni er verið að hvetja okkur til að gera enn betur og hún styður ekki aðeins mikilvægi háskólamenntunar heldur einnig annarra skólastiga. Við sem vinnum að menntamálum vitum að það er ekki aðalatriðið að fjölga kennurum heldur að auka gæði þeirra.“ En í kjölfar útkomu skýrslunnar benti menntamálaráðuneytið á að fjöldi nemenda á hvern kennara hafi lækkað frá árinu 1998. Frá haustinu 2007 verður boðið upp á fimm ára kennaranám til meistaragráðu við KHÍ og í könnun sem gerð var meðal nemenda töldu sextíu prósent þeirra líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu halda áfram í meistaranám. Ólafur segir að í kjölfar lengingar kennaranáms í Finnlandi hafi árangur nemenda batnað og sýna samanburðarrannsóknir nú að árangur þeirra í ýmsum námsgreinum, eins og stærðfræði og náttúrufræði, er framúrskarandi. Árangur íslenskra nemenda hefur hins vegar verið í meðallagi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur líklegt að lenging náms grunnskólakennara skili sér í hærri launum. Þessu til stuðnings nefnir hann menntun og launakjör menntaskólakennara, sem hafa lengra nám að baki og hærri laun en grunnskólakennarar. Eiríkur segir einsetningu skólanna skýringu þess að nemendum á hvern kennara fækkaði á árabilinu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma kenndi sami kennarinn jafnvel tveimur bekkjardeildum, sem þýddi að hver kennari skilaði meiri kennslu en nú og því reiknuðust fleiri nemendur á hvern kennara.“ Innlent Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir löngu tímabært að lengja nám grunn- og leikskólakennara til samræmis við það sem gengur og gerist í Evrópu. Þar er lengd kennaranáms grunnskólakennara fjögur til fimm ár í stað þriggja hér. „Umræðan um lengingu kennaranáms er ekki ný af nálinni og árið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu námsins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að nýrri kennsluskrá en nokkrum árum síðar var lenging námsins numin úr lögum.“ Ólafur segir ljóst að staða og virðing kennara haldist í hendur við menntun þeirra. Ólafur er ánægður með nýútkomna skýrslu OECD og segir hana draga fram mikilvægi menntamála. „Með skýrslunni er verið að hvetja okkur til að gera enn betur og hún styður ekki aðeins mikilvægi háskólamenntunar heldur einnig annarra skólastiga. Við sem vinnum að menntamálum vitum að það er ekki aðalatriðið að fjölga kennurum heldur að auka gæði þeirra.“ En í kjölfar útkomu skýrslunnar benti menntamálaráðuneytið á að fjöldi nemenda á hvern kennara hafi lækkað frá árinu 1998. Frá haustinu 2007 verður boðið upp á fimm ára kennaranám til meistaragráðu við KHÍ og í könnun sem gerð var meðal nemenda töldu sextíu prósent þeirra líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu halda áfram í meistaranám. Ólafur segir að í kjölfar lengingar kennaranáms í Finnlandi hafi árangur nemenda batnað og sýna samanburðarrannsóknir nú að árangur þeirra í ýmsum námsgreinum, eins og stærðfræði og náttúrufræði, er framúrskarandi. Árangur íslenskra nemenda hefur hins vegar verið í meðallagi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur líklegt að lenging náms grunnskólakennara skili sér í hærri launum. Þessu til stuðnings nefnir hann menntun og launakjör menntaskólakennara, sem hafa lengra nám að baki og hærri laun en grunnskólakennarar. Eiríkur segir einsetningu skólanna skýringu þess að nemendum á hvern kennara fækkaði á árabilinu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma kenndi sami kennarinn jafnvel tveimur bekkjardeildum, sem þýddi að hver kennari skilaði meiri kennslu en nú og því reiknuðust fleiri nemendur á hvern kennara.“
Innlent Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira