Peter Neururer, þjálfara Hannover í þýsku úrvalsdeildinni, hefur verið sagt upp störfum. Einungis eru búnir þrír leikir af leiktíðinni en Hannover hefur tapað þeim öllum. Íslenski sóknarmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur með Hannover en hefur ekkert fengið að spreyta sig það sem af er tímabilinu.
Neururer tók við liðinu í nóvember á síðasta ári og náði að landa liðinu í tólfta sæti á síðasta tímabili. Nú er bara að bíða og sjá hvort þessi tíðindi séu góð eða slæm fyrir okkar mann, Gunnar Heiðar. - dsd