Landsliðsframherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson lék ekki með liði sínu Hannover í þýsku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Hannover tognaði Gunnar Heiðar lítillega á æfingu fyrir helgi og gat ekki leikið með af þeim sökum.
Sagt er að meiðslin séu ekki meiriháttar og að ákvörðunin um að hvíla hann í leiknum í dag hafi fyrst og fremst verið varúðaráðstöfun.
Án Gunnars vann Hannover hins vegar sinn fyrsta leik í deildinni á tímabilinu með því að leggja Wolfsborg að velli á útivelli, 2-1.- vig